Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 24
218
Alþingishátíðin 1930.
IDUNN
um grein í »Tímann« (49. bl. 1927) um þetta sama efni
af áhuga miklum og tilfinningu. Er sú grein eitt hið
alvarlegasta, sem um Alþingishátíðina hefir verið sagt,
og bað hann önnur blöð að birta hana einnig til íhug-
unar, en ekki hafa þau séð sér fært að verða við þeirri
beiðni.
Nú mun sanr.leikurinn vera sá, að ef þjóðaratkvæða-
greiðsla færi fram um þingflutninginn, myndi mikill meiri
hluti svara játandi. — Enda er það svo, að ekkert virð-
ist liggja beinna við, þegar þjóðin kemur saman á hina
fornhelgu velli til að heiðra þúsund ára afmæli þingsins,
en gefa þá völlunum aftur þessa sál sína, sem frá þeim
var tekin á óhappatíma sárrar niðurlægingar.
Flestar ástæður Jóns Sigurðssonar fyrir þinghaldi í
Reykjavík virðast nú úr sögunni. Má og telja víst, að
ef hinn mikli forseti væri nú meðal lifenda, myndi hann
fremstur manna hvetja til færslunnar, því ýmsar nýjar á-
stæður eru nú fyrir hendi, sem gera tilraun til breyt-
ingar á þinghaldinu nauðsynlegar.
Sár óánægja ríkir hvarvefna um land yfir ógöngum
þeim, sem stjórnmálastarfsemi vor hefir lent í á margan
hátt, — svo sem raunar víðast um heim, — og þráin
vex með degi hverjum til að reyna að reisa skorður
við augljósustu göllum þingræðisins og þeirri hagsmuna-
hyggju, sem þeir hafa mjög átt þátt í að skapa. —
Vmsum stendur ótti af þeirri bliku, er framgangur nauð-
synjamála virðist orðinn meir miðaður við sérhagsmuni
flokka og stétta en heildarhag þjóðfélagsins. Er raunar,
þegar svo er komið, skollin yfir borgarastyrjöld án vopna.
Margur mun hinsvegar ala í brjósti þá öruggu von.
að betur kynni að skipast um anda og störf Alþingis,
ef það yrði háð sem
„haukþing á bergi“.