Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 27
IÐUNN
Alþingishátíðin 1930.
221
er heldur ekki sagt af löngun til sleggjudóma, né sprottið
af oftrú á eigin vizku eða verðleika. Það er alt sagt
sannleikans vegna.
Allir eru börn sinnar tíðar og meira eða minna háðir
hennar kostum eða göllum. Enginn einn getur tekið sig
út úr hópnum og sagt: »Sjá, ég er hreinnU
En í hverju óspiltu mannshjarta býr þó hin einlæga,
eilífa löngun eftir vaxandi hreinleika, og á þá strengi
vildi ég slá, til aukinnar samstillingar.
Ég kann ekki að rannsaka hjörtu né nýru. Ég veit
ekki hvort hin íslenzka þjóð hlakkar einhuga til Alþingis-
hátíðarinnar, sem í vændum er.
Þó vona ég, að vér séum sem minstu búnir að glata
af þeirri vaxtarþrá, þeirri lyftandi löngun til fullkomn-
unar, sem er grundvöllur allrar tilhlökkunar.
Vonandi erum vér enn þá fjarlægir því ofurdrambi
einstaklingshyggjunnar, sem fyrirlítur veik vængjatök
mannlegra hugsjóna, þegar þær eru að reyna að lyfta
sér úr duftinu upp í dýrð hins ókunna og eilífa.
Ekki skyldi þjóð vor skammast sín fyrir að feta í
fótspor hins góða barns, sem vinnur til stóru stundanna
í lífi sínu með því að strengja heit — og efna þau.
»Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.«
Jóhannes úr Kötlum.