Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 28
IÐUNN
Hneykslið.
Það var lengi vel sagt um Gunnfríði, heimasætuna á
fiöfða, að hún mundi hvergi telja sér fullkosta. Það var
hvorttveggja að hún var dóttir sýslumannsins og tvímæla-
laust glæsilegasta stúlkan í tveimur eða þremur sveitum
þar um slóðir, enda leit svo út, að hún vissi það sjálf,
»vissi hver hún væri«, eins og fólkið orðaði það, —
bæði um atgerfi, ætterni og allan metnað.
Þegar það gerðist, sem hér verður sagt frá, var
Gunnfríður háif-þrítug að aldri og hafði þá um nokkurt
áraskeið legið á henni þetta orð, hálfgert grimdarorð
fyrir framkomu hennar við karlmenn.
Það byrjaði með viðskiftum hennar við ráðsmanninn
á sýslumannssetrinu, þegar hún var átján ára gömul, —
ungan búfræðing, sem bæði var snyrtimenni í klæðaburði,
hnellinn að vexti og greindarmaður, svo langt sem
skygnst varð inn í sál hans í samræðum um áburðar-
tilraunir, þúfnasléttun og skurðgröft.
Hann var eini búfræðingurinn í Eyrarsveit og tillögur
hans um búnaðarmálefni hreppsins voru mjög teknar til
greina. Það var því ekki nema eðlilegt, þótt hann hugsaði
nokkru hærra um kvonbænir en allur þorri manna.
Hann flanaði þó ekki að neinu, heldur hugsaði ráð
sitt mjög vandlega, áður en hann lét skríða til skarar.
Hann var, eins og áður er sagt, ráðsmaður á Höfða og
gat því hagað vinnubrögðum þar, eins og sá er valdið
hafði. Þetta kom hvað bezt fram við heyþurkun; þá lék
hann fólkinu fram og aftur um túnið, öldungis eins og