Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 30
224
Hneykslið.
IÐUNNi
þar í sveit var engin stúlka jafn gjörvuleg sem Gunn-
fríður. Nú þótti honum mega þar við bæta, að fallegri
stúlka væri naumast til í öllu amtinu.
En hryggbrotið var fullkomnað, og ráðsmanninum þótti
sem hann fyndi nú fvrst nokkur eymsli í bakinu eftir
hrífutindana frá því deginum áður. En auðvitað var það
ekki annað en tóm ímyndun.
Eftir þetta gat naumast heitið, að ráðsmaðurinn bæri
sitt barr á sýslumannssefrinu. Hann fluttist alfarinn burtu
úr sveitinni á næsta vori. —
Næstur var sundkennarinn.
Spölkörn sunnan og neðan við túnið á Höfða var
sundlaug. Þar hafði ungum mönnum sveitarinnar verið
kent sund um nokkurt áraskeið. Sá sundkennarinn, er hér
verður nefndur, hét jörundur, scnur óðalsbónda í næsta
héraði. Hann var ungur maður og vaskur, mikill að
vallarsýn og allvel framaður.
Gunnfríður var tuttugu og tveggja ára seinna vorið,
sem hann kendi þarna sundið. — Það var einn fagran
sólskinsdag um vorið, að hún kom að máli við sund-
kennarann og bað hann í fullri alvöru og öldungis
feimnislaust að kenná sér sund.
Sundkennaranum brá. Hann hafði séð ungfrúna einu
sinni eða tvisvar á mannamóti og hafði hann hvorki fyr
né síðar tígulegri stúlku augum litið. Nú varð hann feyki-
lega snortinn, bæði af konunni sjálfri og eins af þessari
nýstárlegu málaleitun hennar.
Hann sá þó brátt hver vandkvæði voru á þessu efni.
Ekki var takandi í mál að kenna Gunnfríði samtímis
karlmönnunum. Því síður, sem þarna voru engin skýli
til að klæðast í eða afklæðast. — En það sem fram-
undan var: — nemandinn, kenslustarfið, það var hins