Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 35
IÐUNN Hneyksliö. 229 »Ungfrú Gunnfríður, þér hafið að líkindum misskilið mig. Eg elska yður; ég er hingað kominn til að biðja yður að verða konan mín. Og ef erindi mitt fær þær lyktir, sem ég vona, og sem, — ég leyfi mér að segja — sem guð vill, þá má allur heimurinn vita þær málalyktir þegar í stað«. »Eg veit ekki hvað guð vill. En ég ætti að vita hvað sjálfri mér líður. — Eg er yður auðvitað þakklát, kæri prestur, fyrir þá virðingu, sem þér sýnið mér með erindi yðar; og mér finst þér eigið heimtingu á að ég svari yður í fullri hreinskilni. En það er — það er ugglaust sérvizka, þrákelkni eða eitthvað enn verra, en ég er svoleiðis gerð, að ég gæti aldrei átt annan en þann, sem mér litist vel á, — alveg ljómandi vel«. »Nei, nei, það er engin von«, greip presturinn fram í. »Ef yður lízt ekki á mig, þa er varla von, — ekki von —«. »Ég hefi ef til vill móðgað yður, prestur. Það er illa farið. En ég átti ekki aðallega við fríðleiksmann, — ja náttúrlega meðfram fríðleiksmann, í mínum augum — auðvitað. Sá maður, sem ég ætti að geta átt eða elskað, mundi að líkindum gagnhrífa mig í einu vetfangi, sterkur, ítur, glæsilegur, öðru vísi en allir aðrir. í augum hans mundi ég sjá alla framtíðina, hamingjuna, gleðina, — lífið. En slíkan mann sé ég ugglaust aldrei í veruleik- anum. — Tómur heilaspuni, skiljið þér«. »]á, slíkan mann — með alla framtíðina í augunum, — svoleiðis mann. Það getur dregist, að þér sjáið hann«, sagði presturinn. Honum var sem hann hlustaði á fossnið fjarstæðnanna og fataðist því í svipinn að orða veigamikil svör. Hann athugaði víggirðingarnar um stund og bjó sig til nýrrar atlögu, með nýjum orðum. En á meðan á því stóð, greip Gunnfríður tækifærið: Iðunn XII. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.