Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 36
230
Hneykslið.
IÐUNN
»jæja, fyrirgefið nú masið«, sagði hún og stóð upp.
»Þér hafið nú heyrt, að ég er öldungis óverðug þeirrar
sæmdar, sem þér höfðuð hugað mér, hafið komist að
raun um, að ég er sízt af öllu prestsfrúarefni. — Og
nú getið þér farið að hátta, þegar yður hentar, rúmið
er tilbúið. Þessar dyr!« benti hún. — »Viljið þér hafa
hjá yður vatn?«
»Þakka fyrir«.
Gunnfríður bar inn vatnið og bauð því næst góðar
nætur.
Einhvern veginn seytlaðist sá orðrómur um Eyrarfjörð,
að presturinn hefði farið erindisleysu að Höfða. Mæltist
það illa fyrir og var virt Gunnfríði mjög til ofdrambs,
einkum af kvenþjóðinni. Og ein þeirra húsfreyja, sem
mjög var tekið mark á, lét svo um mælt, að henni kæmi
ekki á óvart, þótt »stúlkan ætti eftir að reka sig á«,
því mörg væru dæmin þess, að öfgafull og ástæðulaus
þverúð gegn karlmönnum endaði með skelfingu. —
Fjórði var »nýi búðarmaðurinn« í Eyrarkaupstað.
Svo var hann alment nefndur í Eyrarfirði, verzlunar-
maðurinn í Eyrarkaupstað, sem var þangað nýkominn.
En Hjörtur hét hann. Hann afgreiddi stundum í búðinni,
það var satt; en eiginlegur búðarmaður varð hann þó
naumast talinn.
Þorsteinn Sigvaldason, kaupmaður í Eyrarkaupstað var
orðinn maður aldraður. Og þó að karl væri löngum
reifur í orðum og furðu ungur í anda, var hann engan
veginn fær um að annast verzlunina ásamt einum lítt
mentum búðarpilti. Sigvaldi sonur hans var á síðari árum
sá eiginlegi verzlunarstjóri. Hann var nú ytra sumar-
langt, og í hans stað var Hjörtur þarna kominn. —
Þeir höfðu verið skólabræður langar tíðir, Sigvaldi og
Hjörtur, fyrst sex ára bil í mentaskóla Reykjavíkur og