Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 38
232
Hneyksliö.
IÐUNN
Guðmundur, búðarpilturinn. En hann var ungur og
óharðnaðúr og til einskis gagns í umræðum um kven-
fólk, — fyr en þá, ef til atkvæðagreiðslu hefði komið.
»Hvernig Iízt yður annars á stúlkurnar hérna í Eyrar-
firði?« spurði Þorsteinn gamli.
»Þetta upp og ofan«, mælti Hjörtur. »En ætli ég hafi
þó ekki núna í dag séð laglegustu stúlkuna ykkar Eyr-
firðinga*.
»Hver var sú?«
»Ég get, því miður, ekki leyst úr því; ég spurði ekki
ungfrúna að heiti«.
»Þessu getur þú svarað, Mundi«, sagði Þorsteinn.
»Þú þekkir, held ég, stúlkurnar hérna í firðinum. —
Hver var laglegasta stúlkan, sem kom í búðina í dag?
— Svona, komdu með það!«
»Ha? — laglegasta — já — það var hún Sigga í
Mýrargerði«, sagði Guðmundur og roðnaði upp í hárs-
rætur.
»Skoðum til; Mundi er farinn að líta í kringum sig
eins og aðrir. — En fyrir okkar sjónum, hinna, er
Sigga ekki sú laglegasta, vantar fult kvartél upp á málið.
Nei, fremri er Dísa á Kömbum, sem annars er þó
fullbreið«.
»Þetta er ósatt mál um hana Dísu; hún svarar sér
vel, skinnið að tarna og er bezta stúlka«, sagði Helga
húsfreyja.
»Satt er það, það er hún; en málið er ekki á dag-
skrá og ég vil biðja menn að halda sér við málefnið og
það er laglegasta stúlkan, sem hér er til umræðu. En
ég skal ekki draga yður á því, hver hún er. Það er
Fríða — Gunnfríður, sýslumannsdóttirin á Höfða. —
Fer ég ekki með satt mál, kona?«
»Ég býst við að flestum þyki svo«, ansaði húsfreyja.