Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 41
IÐUNN Hneykslið. 235 Það var mála sannast, að presturinn í Eyrarfirði, sem nú var á förum þaðan aftur, hafði þótt daufgerður kennimaður. En búmaður var hann, eins og áður er á vikið. Til voru þeir, sem töldu hann ágengan í viðskift- um, en þótt slíkt væri naumast almannarómur, kom þó flesíum saman um hitt, að klerkur mundi vilja eiga sitt, og vægilegar en það varð alls ekki að orði komist. Þó var hann gestrisinn í góðu meðallagi. Það var að vísu að eins örsjaldan messað á prestssetrinu — og aldrei nema á stórhátíðum — þessi þrjú ár, sem hann hafði verið þar. En hvað um gilti: þá sjaldan er messað var, brást það ekki, að öllum — æðri sem lægri — var gefið kaffi.; þrjár tegundir brauðs og tvisvar í bollann. Og — ef til vill var þetta meginástæða þess, að tekið var í mál að halda honum skilnaðarsamsæti; hitt réði og nokkru um, að von var á dansskemtun, þegar borð- urr. yrði hrundið. Samsætið var allfjölment; þangað flyktist meginið af því ungu fólki sveitarinnar, sem »kunni sporið« og þangað komu og nokkrir kunnustu bændaöldungarnir í þeim vændum að tala fáein orð, ef á þyrfti að halda. En heldur mátti kalla dauft yfir samkomu þessari, meðan setið var yfir borðum. í öndvegi sat presturinn, á aðra hönd honum sat hreppstjórinn, en á hina Þorsteinn kaupmaður; við hlið hans sat sýslumannsfrúin og þar næst Gunnfríður. Sýslu- maður kom ekki. Aðalræðurnar héldu Þórður hreppstjóri á Kömbum og presturinn sjálfur. Mælti Þórður fyrir minni heiðurs- gestsins. Hann kvaðst ekki hafa mikið vit á trúmálunum og mundi sér hentugast að hætta sér ekki út á ókunnar brautir. En hann vildi aftur á móti leyfa sér að segja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.