Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 45
ÍÐUNN
Hneyksliö.
239
drap ekki á skrifstofudyrnar, en fór rakleitt inn. —
Lengi var til þess tekið, að hún hefði borið sig eins
og hetja.
Það hafði fallið líkt og reiðarslag yfir fólkið, sem
þarna var statt. Hvíslandi hleypidómar leituðust þó brátt
við að »lyfta sér á kreik«. En þeir flögruðu máttvana
og ráðþrota og duttu loks niður, eins og vængbrotnar
hænur. Stúlkurnar stóðu á víð og dreif um stofugólfið;
sumar voru fölar, aðrar voru rjóðar, en flestar voru
þær þögular eins og sorgin. Og piltarnir tóku þann
kostinn, að halda áfram umræðum um smámunina og
hversdagsleikann. Alt þarf sinn tíma til þróunar.
En — hvað var að gerast inni í skrifstofunni? Hvað
var sagt? Hvað gert? Hvað samþykt? Þessar logandi
spurningar þyrluðust æstar, en orðlausar um loftið í
stofunni, þar sem fólkið hafðist við og beið og beið þess
dularfulla. Vmsum þótti sem þeir væru staddir á sökkvandi
skipi, en aðrir óttuðust meira einhverskonar sprengingu.
Þegar eilífðartími var liðinn, — framt að hálfri klukku-
stund, — kom Þorsteinn gamli með Gunnfríði við hlið sér.
»Hérna komum við, embættismennirnir, og nú er mál
til komið að byrja dansinn«, sagði hann.
Enginn sá minsta niðrunarvott á Gunnfríði. Hún bar
höfuðið hátt, sviphrein og frjálsmannleg, rétt eins og
ekkert hefði í skorist. Ef til vill var hún ögn rjóðari en
venjulega, en annars að engu breytt.
Þau dönsuðu, Þorsteinn og hún, og nokkuð af dans-
ólmasta fólkinu, sem þarna var statt, fylgdi dæmi þeirra
og þó hálfdræmt.
Litlu eftir að dansinn hófst, komu þau Hjörtur og
sýslumannsfrúin út úr skrifstofunni. Þau komu reyndar
sitt í hvoru lagi, fylgdust ekki, en það var eins um þau
og Gunnfríði; ekkert nýstárlegt var á þeim að sjá.