Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 47
IÐUNN
Hneyksliö.
241
legast við frumvaxta dætur sínar og leiða þeim fyrir
sjónir, hver nauðsyn sé á varfærni í ástum, þá er þetta
enn í dag viðkvæði þeirra:
»Mig gilti einu, góða mín, þó að þú yrðir ekki eins
og tryppan á Höfða, sem fleygði sér í fang nýja búðar-
mannsins hérna í Eyrarkaupstað að viðstöddum fjölda
manns, í fyrsta skiftið, sem þau sáust«.
Jón jöklari.
s
Ur gömlum blöðum.
Hemingur.
Ég sá þig, á fannhvíta fáknurn
fleygjast sem storminn hjá,
þá alein ég sat og sorgum
með söngvum mér bægði frá.
Ég hugsaði um urðina eigi
né einstígið, hve það var tæpt,
en brosti er harpan hafði
hug þinn og minni svæft.
Nú sé ég hvað seiður megnar —
og sprgi þau, örlög þín
er dísir djúpsins þig sveipa
í draumanna silfur og lín.
Já, nornir geta grátið
og glúpnað við harmleik sinn.
Heyrir þú orð mín og andvörp
yfir þér, Hemingur minn?