Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 49
IÐUNN
Úr gömlum blööum.
243
Saman í útlegð
og einveru dvöldum
og vetrarins stjörnur
í trúnaði töldum.
Hulda.
Jóhannes Miiller og höllin í Elmau.
Milli Partenkirchen og Mittenwald, tveggja smábæja
uppi í Bayerns-hálendi, liggur dalur víður og fagur, sem
heitir Elmau. Hann liggur rúmlega 1000 metra yfir
sjávarflöt, en þó gnæfa himinhá fjöll yfir láglendi hans
og hefta augum sýn út í fjarskann. Hátypt barrtré þekja
hlíðarnar. Þau íylla sér á einn hjallann af öðrum og
bera við loft á efstu brúnum, eins og fylkingar fótgöngu-
liða. Klettabelti og hjarnbungur hins tröllaukna Wetter-
steinhette hefta raunar för þeirra. Hnúkar hans og efstu
klettaraðir mæna ber og hrjónótt upp í dökkblámann. í
svip þeirra hefir himininn mótað tign sína og hreinleik.
Við rætur fjalls þessa liggur Ferschenvatn. Oftast er
það spegilslétt, því að eins örsjaldan ýfa stormar flöt
þess; svo vandlega er það geymt í skauti fjallajötnanna.
011 sú draumkenda fegurð, sem ríkir í dalnum, mætist
eins og í brennipunkti í djúpum þessa vatns. Mýkt
skógivaxinna hlíða, hrikatign háfjallanna, tærleiki blá-
hvolfsins, rósarunnarnir, sem rétta greinar sínar út yfir
vatnsflötinn — alt tvinnast þarna saman á dularfullan