Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 54
248
Jóhannes Miiller og höllin í Elmau.
IÐUNN
Þeir traðka ekkert undir fótum, heldur reisa það á fætur.
Þeir koma sjúkum til aðstoðar, vegviltum á réttar götur.
Gagnstæðir þeim eru hinir sjálfglöðu — þeir, sem eru
stútfullir af sjálfum sér, sem hyggja að þeir hafi fundið
eitthvað, er þeir geti verið ánægðir með, og megi því
láta hendur í skaut hníga. Og svo er það ef til vill að
eins auðvirðilegar mannvirðingar, sem þeir orna sér við
— eða hæpið sjónarmið, sem þeir einblína frá — eða
fánýt trú, sem þeir varðveita eins og djásn — eða það
er aumkunarverð vellíðan, sem yfirborðskend heimilis-
hyggja veitir þeim — eða auðæfi og völd, er þeim hafa
fallið í skaut.
En í hreinum og falslausum hjörtum leitendanna bær-
ist hinn innri órói, sem sífelt vex og magnast, eftir því
sem lengra líður. Orói þessi er óafvitandi titringur sálar-
innar fyrir lífssveiflum guðs, sem streyma í sífellu inn til
vor frá sérhverjum atburði eða fyrirbæri, sem á leið
vorri verður. — Sjálfglaða menn og ánægða snerta
einnig þessar sveiflur guðs, en þeir láta þær engu róti
koma á líf sitt. — Og órói þessi knýr oss til þrotlausrar
leitar, unz vér höfum eignast samvitund við guð gegnum
djúp eigin sálar. Upp úr fylgsnum sálarinnar fara að
seytla guðlegir straumar, sem flytja kraft og boð um það,
hvert líf vort eigi að stefna. Slíkt innra samband við
guð hrífur manninn inn í ríki hans, þar sem hvorki er
harmur né böl, hvorki skvldur né lög; en þar uppfyllir
maðurinn út í æsar kröfur hvers augnabliks, af innri
nauðsyn, ósjálfrátt, óhikað, einfalt og án minstu umhugs-
unar. Þá er hvorki til ytri þvingun né innri barátta við
sjálfan sig.
Það er ný sköpun, sem fram hefir farið hið innra
með manninum. Alt er orðið nýtt fyrir sjónum hans.
Nú fyrst kemur það í ljós, hvað vér í raun og veru