Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 56
250
Jóhannes Miiller og höllin í Elmau.
IÐUNN
öll siðgæðisfyrirmæli og allar trúarreglur, sem standa
þeim öndverðar, virða þeir að vettugi. Þeir þekkja að
eins eina synd, og hún er sú að óhlýðnast hinni guðlegu
rödd, að uppfylla ekki skilyrðislaust þær kröfur, sem til
þeirra eru gerðar gegnum djúp eigin sálar, að leggja
hindranir í veg þess sannleika, sem með þeim bærist,
að þvinga líf sitt undir ok viðtekinna venja eða skoðana
og svíkjast þannig undan þeim tignarskyldum, sem líð-
andi stund lagði þeim á herðar.
Þeir, sem lifa persónulegu lífi, lifa í guði og guð í
þeim. í þeim lifa eldar þess fölskvalausa kærleika, sem
bygt hefir heimana og kveikt hefir líf. Eðli hans kryst-
allast í sálum þeirra, kraftur hans — alls megnugur —
ólgar þeim í æðum. Hvar sem þeir koma, opinbera þeir
eðli guðs og frá þeim stafar miskunn hans og mikilleikur.
í mettum íhaldssálum vekja þeir ógeðfeldar hræringar
með framkomu sinni einni saman. Sannleikurinn, sem
birtíst i lífi leitandans, vekur skelfing í hugum hins
rólynda fjölda. Á ýmsan hátt gefa menn þetta til kynna.
Sumir ypta öxlum, aðrir fussa við honum og enn aðrir
skerða mannorð hans á smánarfylsta hátt. Með því er
fastheldnin að réttlæta sig í eigin augum. Hún er með
því að sefja samvizku sína og brennimerkir því ávalt
alla æðri sókn fram til auðugra lífs sem örgustu villu
og ofsækir þá, sem lifa persónulegu lífi. —
Þegar sérhver lífshræring vor á rætur sínar í því,
sem ekki er af þessum heimi, þá höfum vér eignast
hlutdeild í hinum æðsta þroska og hinu fullkomnasta
lífi. Þá lifum vér ekki af einu saman brauði, heldur af
þeim guðlega lífskrafti, sem veröld er barmafull af. Þá
streymir hið ólgandi líf guðs eins og lind úr djúpum
eigin sálar og flytur óþrjótandi orku til nýs lífs og
verður uppspretta eilífs unaðar.