Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 58
252
Jóhannes Miiller og höllin í Elmau.
ÍÐUNN
falinn vísir til þroskaríks lífs. Sérhver utan að komandi
áhrif, sem leggja vilja líf vort undir sig og beina því
inn á aðrar brautir, vinna það óhappaverk að kefja
þenna gróanda lífsins. Vér verðum að segja skilið við
alt það, sem afmyndar líf vort, heldur því í járnklóm
erfðavenja og rígbindur það við staðlausa stafi. Vér
verðum að standa trúlega á verði gegn öllu slíku, en
vera sporvísir á leið þá, er liggur til lífsins. Hirðum
ekkert um almenningsálitið. Sá, er sífelt segir við sjálfan
sig: Hvað munu aðrir segja við þessu? — er ekki
hætt við að þetta verði misskilið eða valdi hneykslun?
— hann stingur hinu eiginlega lífi með sér svefnþorn,
hann hindrar guði leið gegnum sál sína. Með hinni
mestu athygli verðum vér að vaka yfir sérhverri bend-
ingu, sem vér fáum gegnum djúp eigin eðlis. En slíkt
kostar stöðuga árvekni og þrotlausa leit.
Takmark það, sem mannkyninu ber að keppa að, er
að verða ein lifandi, starfandi heild. Þar innir hver ein-
staklingur sitt verk af hendi, heldur sérleik sínum og
lifir öllum frjáls og óháður, nema guði einum. En þó
lifir hann í rauninni allri heildinni, því það er hinn sami
guðlegi vilji, sem starfar í honum og öllum öðrum —
þessi máttugi vilji, sem heldur honum í lífrænu sambandt
við alveruna.
Mainberg heitir gömul og fornfáleg höll í Suður-
Þýzkalandi. Þar byrjaði Múller að safna um sig mönnum
og flytja fyrirlestra sína. Fyrstu áheyrendur hans voru
aðallega úr hópi lesenda tímaritsins »Die grúnen Blátterc
(Grænu blöðin), sem Múller gaf út.
Mainberg var kölluð hæli leitenda eða sundurkramdra
sálna. Þangað mun margur hafa komið, sem ekki gat
hlotið vernd und vængjum kirkjutrúar og ekki hafði