Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 67
IÐUNN
íslenzk bókagerð.
261
við kaupfélögin, en eftir rúmt ár gengur hann í Bók-
salafélagið aftur; reynsla hans af kaupfélögunum varð
ekki betri en svo. Bóksalarnir eru líklega eitt af því
illa í heiminum, sem erfitt er að losna við. —
Eg býst við að lesendunum þyki nóg komið af þessu
nöldri og verð því að hætta. Seinni hluti greinar ]. S.
«r meira um efni bókanna, og leiði ég það hjá mér. Þó
get ég ekki á mér setið, að koma að einu atriði þar.
J. S. á sammerkt þröngsýnum mönnum í því, að meta
samtíðina að engu. Kjarninn er allur hjá eldri kynslóð-
inni. Hann tekur upp eina ljóðlínu úr ljóðabók, er út
kom fyrir fáum árum, og hefir setningu þessari mikið
verið hampað af hans nótum. Hana vill hann láta gilda
um yngri kynslóðina yfirleitt, eða »kiljönsku skáldin*,
er hann svo nefnir.
Heiti bókarinnar er honum gleymt, sömuleiðis nafn
'höf. En það er minst. »Bókin verður þjóðinni að eilífu
gleymd og grafin«. Sennilegast er, að J. S. hafi aldrei
séð hana. Bók sú, er hér um ræðir, heitir »Við lang-
elda« og höf. hennar Sigurður Grímsson. Bókin hefir
inni að halda svo þýð og yndisleg ljóð, að hvaða bók-
mentaþjóð sem væri mundi þykja fengur að henni í
bókmentum sínum. — Eg tala hér sem bóklesandi, en
ekki sem bókseljandi. — í bókinni er hvert ljóðið öðru
fegurra, sérstaklega að forminu til, svo að næmara »ljóð-
eyra« finnur maður trauðla meðal ísl. skálda. Þar eru
að vísu ekki djúptækar iýsingar, ekki svo ramefld tilþrif
eins og hjá sumum öðrum, en heldur er það einhæfur
smekkur að telja alt annað gildislaust. Einn ritrýnir
uppgötvaði eitt lélegt kvæði í bókinni, eða öllu heldur
eina klaufalega ljóðlínu, þessa, sem J. S. hefir fyrir dúsu.
Með því að slíta hana út úr samhengi, gera úr henni
annað en hún er — enginn lifandi maður mundi segja
IBunn XII. 17