Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 74
268
Lisfir og þjóðir.
IÐUNfC
»Hver, sem lítur guð, hann deyr«. — Vesæla Grikk-
land, sem blindaðist af þinni eigin birtu, týndist í myrkrinu
og afneitaðir þínum eigin guðum! Þú varst svift djásnum
þínum, meðan »verndarar« þínir voru að nauðga inn á
þig kenningum, sem þú ekki skildir og aldrei skilur.
Til einskis hafði guð gefið þér Olympos, þar sem þú
skildir ekki köllun þína.
Frjósemi Egyptalands varð þjóðinni að falli. JafnveL
máttur pýramídanna megnaði ekki að varðveita hina
þróttmiklu egypzku list, sem var kjörin til að vera
miðpunktur veraldar. Jafnvel krókódílarnir gráta örlög
þín og meistara þinna, sem skópu ódauðleg listaverk
til dýrðar og vegsemdar fyrir eilifðina. Svo kvað mynd-
höggvari Amenophis konungs III:
Eg fylti sali þína með myndum
úr granít, elefantine og kvarts —
og öllum hinum dýrustu steinum,
fullgerðum verkum eilífðarinnar.
Birta þeirra lýsir himininn
eins og morgunsólin.
Lofsöngur þeirra hljómar til himinsins,
þær sameina sig stjörnunum.
Fólkið sá þær,
líkar festingu himinsins.
Um það vitna mínir eftirkomendur.
Hvar eru nú myndir þínar, mikli meistari? Ég spyr ekki
um nafn þitt, því þú vissir sjálfur að nöfn manna týnast.
Flest verk þín eru brotin, en því, sem skilningssnauðir
menn þyrmdu, er stráð víðs vegar.
Stórbrotin og voldug var kínverska listin á dögum
spekinganna Laotse og Chuang, enda kendu þeir heim-
inum að afneita öllu, nema röddum sálarinnar, því ein-
ungis þær væru færar um að sameina oss guði (Tao),
náttúrunni og listinni. Táknandi fyrir listþrá Kínverja er