Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 76
270
Listir og þjóðir.
IÐUNN
Hitt er annað mál, hvort maður fyndi nokkuð það í
nútíðinni, sem gæfi vonir um framtíð, sem þyldi saman-
burð við forntíðina. Bjartsýnir menn álítahina ný-evrópisku
stefnu (eða stefnu-
leysi) fyrirboða nýrr-
ar, stórkostlegrar
listaldar. Aðrir segja
að listin sé.'nú í öng-
þveiti. — Meir eru
þetta getgátur en
sannreyndir.
Eftir útliti heims-
sýningarinnar í Róm
1925 og annara
stórsýninga í sjö
stórborgum Evrópu
sama ár, var ástæða
til að vera hugsjúkur
um þróun og afdrif
hinnar nýju stefnu.
Ekki vegna þess,
að enginn kynni að
halda á pensli eða
meitli, heldur af því,
að einangrunarhug-
takið: »listin fyrir
listina* virtist hafa
heltekið hina evróp-
isku list og gert hana að spegilmynd hins hverfula
efnishyggjuanda, sem nú ríkir í heiminum.
Eg vildi segja: Listin fyrir andann, fyrir þróunina oglífið.
Það er ekki sama, hvaða verkefni listamaðurinn velur sér.
Gömul grísk höggmynd.