Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 78
272
Listir og þjóðir.
IÐUNN
inn ber ábyrgð á verkum sínum gagnvart heiminum.
Það er ekki sama, hvort verk hans vekja háleitar hug-
sjónir eða þjóna Iágum hvötum. Listamaðurinn verður
að bera svo mikla virðingu fyrir sköpunarverkinu, að
hann afskræmi það ekki vísvitandi. Hann verður að
hlusta á raddir samvizku sinnar og hlýða þeim. Einungis
á þann hátt getur hann orðið heiminum að gagni. Listin
heimtar algerða hlýðni af þjónum sínum, en á enga
afsökun fyrir þá.
Það er fróðlegt að athuga, hvernig þjóðirnar launa
þessum »moderne« augnabliksbörnum sínum. Alt ber
það vott um sjúkan hugsunarhátt. Ohóflegt hól samfara
ríkidæmi og titlum, — en eftir nokkra áratugi fyrirlitn-
ing og eilíf útskúfun. Band það, sem áður batt listamenn
og þjóðir órjúfanlega saman, er slitið. 1 staðinn kemur
sjálfbyrgingsskapur, smjaður, hræsni og úlfúð.
Það væri of mikið svartsýni að sjá ekkert gott í hinum
svokölluðu listnýjungum. Ef vel er athugað, sér þar rofa fyrir
stórtækum persónum og dynamizkum krafti. Gjörhugall
maður sér líka löngun til að hverfa aftur til náttúrunnar,
enda þótt það komi venjulega fram í leiðinlegu formi,
t. d. í því að eftirlíkja list blökkumanna eða steinaldar-
minjar, eða í því að þrengja formum náttúrunnar inn í
lögun keilu, kúlu eða sívalninga.
Þeir, sem áður hrópuðu hæzt og heimtuðu byltingu,
þrá nú frið og hverfa aftur til hinna »klassisku« lögmála.
]afnvel forkólfur kubista, Picasso, hvarf aftur til náttúr-
unnar eftir 11 ára starf í þágu kubismans, og með
honum nálega öll halarófan, sem fylgt hafði honum.
»Moldin hverfur aftur til jarðarinnar, en andinn fer
til guðs, sem gaf hann«.
Allir geta ort og sagt: »Ykkar er að skilja*, en færri
eru þeir, sem geta skapað það stórkostlega og sígilda