Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 83
IÐUNN
✓
Astir Jónasar Hallgrímssonar.
Bretar hafa myndað stór félög til að grafa upp ýmis-
legt, sem snertir stórskáldin þeirra; hvaða meining liggi
í hverri hendingu, ef meiningin getur verið vafasöm, og
þeir gefa út ritgerðir um þessar rannsóknir. Um alda-
mót kom út þýzk bók um Goethe með fínum myndum
af 8 konum, sem hann hafði elskað. Goethe var þá
látinn fyrir 70 árum, og þótti ekki of snemt að þetta
væri dregið fram í dagsbirtuna. Eg held að það hafi verið
þessi bók um Goethe, sem kom mér til þess fyrir hér um
bil 20 árum að halda einskonar fyrirlestur um ástir ]ónasar
Hallgrímssonar, og ég man sérstaklega eftir því, að ég
tók fram, að ég gæti ekki skilið að það væri nokkurri
konu til vansæmdar, að Jónas Hallgrímsson hefði elskað
hana; hann var fínasta ástaskáldið á íslenzka tungu.
Það var galli á fyrirlestri þessum, að ég nefndi rangt
eina af konum þessum, en prófessor Agúst Bjarnason
gekk í að rannsaka málið og fann þá réttu, og eftir
hann Matthías Þórðarson fornminjavörður.
Ástarstjarna yfir Hraundranga.
Um júnílok 1828 bjóst síra Gunnar Gunnarsson, sem
lengi hafði verið skrifaði hjá Geir biskup Vídalín, til
að fara norður til þess að taka við Laufásbrauðinu. Að
líkindum hefir hann haft töluverðan flutning með sér,
og að líkindum einn eða tvo lestamenn. Með síra
Gunnari var dóttir hans óskilgetin, Þóra Gunnarsdóttir
Iðunn XII. 18