Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 89
IÐUNN
Ástir Jónasar Hallgrímssonar.
283
að sjá, hvort ekki hreif. Ég heyrði gamla konu, nokkuð
málgefna, segja frá þessum göldrum Jónasar veturinn
1865—66, og hún leit ekki út fyrir að vera í neinum
vafa um, að hún færi með rétt mál. — Þóra náði sér
aftur eftir ósköpin; hún sagði sjálf, að sig hefði dreymt
að Jónas ætti að verða seinni maðurinn sinn; hún lagði
trúnað á drauminn, og trúin leiddi hana á þessa glapstigu-
Eina þreyi ég þig.
Nafn Jónasar Hallgrímssonar dregur nú sætan ljóð-
hreim eftir sér, hvenær sem það er nefnt. Astin gaf
honum sorgina og hún gerði hann að skáldi. Eftir 1830
unni Jónas aldrei neinni konu, nema Kristjönu Knudsen,
og hennar vegna bar hann harm í hljóði. Svo er að
sjá, sem hún hafi óviljandi falið »ástarstjörnuna« hans
bak við næturskýin. Lengi vonaði hann — móti allri
von. Kristjana Thomsen og maður hennar fluttust bú-
ferlum til Hafnar, og Jónas var oft í Höfn um sama
leyti og þau. Það er sönn saga, að þeir gengu einu
sinni saman á götu, Þórður Guðmundsen, síðar kammer-
ráð og sýslumaður í Arnessýslu, og Jónas Hallgrímsson.
Þá sá Þórður konu hinumegin á gangstéttinni, sem var
ákaflega lík Kristjönu; hann hnippir í Jónas og segir:
»Þarna er hún Kristjana!« Jónas bliknaði í framan,
hann varð allur annar maður langa stund, og honum
fataðist samtalið og svaraði Þórði alt öðru, en við mátti
búast, ef hann sagði nokkuð. — Þá var sárið ekki
orðið gamalt.
Oft má finna velvildina til Kristjönu, sem eiginlega
aldrei deyr út: Lifðu sæl við glaum og glys, j gangi
þér alt í haginn*. Stundum kennir hann sjálfum sér um