Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 95
IÐUNN
Rúm og timi.
289
Tunglið fylgir heldur eigi nákvæmlega lögmáli því, er
virðist annars öllu ráða um göngu hnatta, en skekkjur
eru þó einnig minni nú en fyr.
Allar klukkur manna miðast við snúning jarðar vorrar
um mcndul sinn. Hafa menn litið svo á, að hann væri
alveg stöðugur, eða að minsta kosti sveiflulaus, því að
óhemju mikinn kraft þyrfti til þess að auka hann eða
skerða, þó eigi næmi nema litlu broti eins einasta augna-
bliks. Nú eru menn þó farnir að efa, að snúningur
jarðar sé alveg stöðugur, svo að klukkur stjörnustöðv-
anna sýna ef til vill eigi ávalt réttan tíma, eða með
öðrum orðum: Ekkert er til, sem tíminn verður með
óyggjandi vissu miðaður við.
Himintungl ein gætu valdið því, að snúningur jarðar
væri eigi ávalt jafnhraður, heldur seinkaði sér eða flýtti
eitthvað örlítið við og við. Sveiflur þessar ætla menn að
nái sumar yfir tugi ára, aðrar yfir fáein ár eða fáar
stundir. Orsakir þessa álíta menn þær, að samstarf sólar
og tungls lyfti við og við skurni jarðar, eins og það
lyftir úthöfunum í stórstraumum, en að löndin falli svo
eigi ávalt í samt lag aftur. Aukist af þessu ummál jarðar,
þá seinkar snúningnum, en styttist það, þá örfast hann
aftur og snúningstíminn verður misjafn.
Aldrei er yfiiborð jarðar alveg kyrt. Landskjálfta
verður vart á hverjum klukkutíma að heita má, ein-
hversstaðar á jörðunni. Orsakir þeirra þekkjast engan
veg til hlítar, og jafnvel er vafasamt, hvort eldsumbrot
valda þeim eða eru afleiðingar. En falli land, sem lyftist
af verkunum himinhnatta, snögglega í samt lag, þá virð-
ist það geta valdið Iandskjálftum. Getur því hugsast að
landskjálftar verði séðir fyrir, er stundir líða og þekking vex.
Ásgeir Magnússon.