Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 102

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 102
296 Ritsjá. IÐUNN inn og kann aÖ segja frá þeim. Hér er ekkert óþarfa mas eða málalengingar. Frásögnin er gagnorð og föst í rásinni, persónurnar skarpt mótaðar, stíllinn sterkur og þungur eins og fólkið, sem sagt er frá. Þetta fólk er útskagabörn, mótað af einangrun og beizkri, þögulli baráttu við stórlynda og óblíða náttúru. Það er hrufótt og óþjált hið ytra, en undir niðri viðkvæmt og veikt (Egill á Bergi). Það þumbast og þegir, bítur saman tönnunum yfir mótgerðum, en gleymir seint eða aldrei. Það tekur ekki lífið Iétt og þegar árekstrar verða, skapast harmleikir (Neshólabræður). Ég verð að visu að kannast við það, að ég hefi ekki þekt hér á Iandi fólk, jafn ein- rænt og þumbaralegt og það, sem hér er frá sagt. Má vera að eillhvað sé ýkl, en skáldaýkjur er skáldaleyfi. Eg get verið fáorður um þessa bók, því ég hefi Iítið eða ekk- ert út á hana að setja. Hér er hver sagan annari betri. Þáttur af Agli á Bergi er ofurlítil perla, svo sérkennileg er hún og föst í viðunum. Þáttur af Þórði og Quðbjörgu er smellin gamansaga, ramíslenzk að efni og anda. En veigamestur er Þáttur af Nes- hólabræðrum. Þar hefir höf. þjappað saman á 70 bls. efni í heilan róman. í þessari myrku og' kyngimögnuðu sögu, sem grípur svo föstum tökum, er mannlífs- og náttúrulýsingum ofið saman af snild. Minnir hún nokkuð á norska rithöfundinn Olav Duun, og er þó líklega ekki um bein áhrif að ræða, þar sem Hagalín mun hafa skrifað söguna áður en hann þekti ritverk Duun’s nokkuð að ráði. En ekki er hér leiðum að líkjast, því af nútíðarhöfundum Norð- manna er Duun talinn einn af þeim allra-snjöllustu, og stefnir hann nú hröðum fetum í áttina til heimsfrægðar og Nobelsverðlauna. Hagalín er ungur maður enn, og í flokki hinna yngri manna, er nú rita á íslenzka tungu, er hann einn af þeim afkastamestu og efnilegustu. Vafalaust má vænta frá hans hendi margra ritverka, er stundir líða — og betri verka en „Brennumenn" er. A. H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.