Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 102
296
Ritsjá.
IÐUNN
inn og kann aÖ segja frá þeim. Hér er ekkert óþarfa mas eða
málalengingar. Frásögnin er gagnorð og föst í rásinni, persónurnar
skarpt mótaðar, stíllinn sterkur og þungur eins og fólkið, sem sagt
er frá. Þetta fólk er útskagabörn, mótað af einangrun og beizkri,
þögulli baráttu við stórlynda og óblíða náttúru. Það er hrufótt og
óþjált hið ytra, en undir niðri viðkvæmt og veikt (Egill á Bergi).
Það þumbast og þegir, bítur saman tönnunum yfir mótgerðum, en
gleymir seint eða aldrei. Það tekur ekki lífið Iétt og þegar árekstrar
verða, skapast harmleikir (Neshólabræður). Ég verð að visu að
kannast við það, að ég hefi ekki þekt hér á Iandi fólk, jafn ein-
rænt og þumbaralegt og það, sem hér er frá sagt. Má vera að
eillhvað sé ýkl, en skáldaýkjur er skáldaleyfi.
Eg get verið fáorður um þessa bók, því ég hefi Iítið eða ekk-
ert út á hana að setja. Hér er hver sagan annari betri. Þáttur af
Agli á Bergi er ofurlítil perla, svo sérkennileg er hún og föst í
viðunum. Þáttur af Þórði og Quðbjörgu er smellin gamansaga,
ramíslenzk að efni og anda. En veigamestur er Þáttur af Nes-
hólabræðrum. Þar hefir höf. þjappað saman á 70 bls. efni í heilan
róman. í þessari myrku og' kyngimögnuðu sögu, sem grípur svo
föstum tökum, er mannlífs- og náttúrulýsingum ofið saman af snild.
Minnir hún nokkuð á norska rithöfundinn Olav Duun, og er þó
líklega ekki um bein áhrif að ræða, þar sem Hagalín mun hafa
skrifað söguna áður en hann þekti ritverk Duun’s nokkuð að ráði.
En ekki er hér leiðum að líkjast, því af nútíðarhöfundum Norð-
manna er Duun talinn einn af þeim allra-snjöllustu, og stefnir
hann nú hröðum fetum í áttina til heimsfrægðar og Nobelsverðlauna.
Hagalín er ungur maður enn, og í flokki hinna yngri manna,
er nú rita á íslenzka tungu, er hann einn af þeim afkastamestu
og efnilegustu. Vafalaust má vænta frá hans hendi margra ritverka,
er stundir líða — og betri verka en „Brennumenn" er. A. H.