Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 45
IÐUNN
Reiersen á „Suðurstjörnunni".
39
aldrei gleyma peirri sjón, það var blátt áfram opin búð
í „Suðurstjörnunni“, og það gerði Reiersen enn þá
voldugri. Hann greiddi bæði bergleigu og vinnulaun
með þessum vörum, og margan hálsklútinn og glitrandi
brjóstnæluna með steini í gaf hann stúlkunum. Elin
Helena varð að láta sér það lynda, það var ekki til
neins að eiga í erjum við Reiersen.
Og samt gat hún ekki umflúið örlög sín, Elin Helena,
fremur en hinar, hversu umburðarlynd sem hún var.
Hún var bitin af stalli af Jakobínu, þessari kátu og
fjörugu tryppu, sem breiddi fiskinn hans Reiersens og
var eitt sólskinsbros allan daginn. Því skyldi það alt
af vera Elin Helena og engin önnur, þegar maður eins
og Reiersen á „Suðurstjörnunni" átti í hlut? Þegar að
því kom að „platta“ fiskinn um haustið, var Jakobína
ein í „byrginu", og skipstjórinn veitti henni vín, og
þegar hún gekk frá borði, skipaði hann tveimur mönn-
um að flytja hana í Iand. Að vera í .„byrginu" var nú
annars það sama og að vera í káetunni, og að lesta fisk
hét á mállýsku Vogsbúa að „platta", en ekki lesta.
Þar með var að fullu slitnað upp úr því milli hans og
Elinar Helenu. Faðir hennar, Jens Olsen, hætti sér í ná-
vígi við hinn volduga skipherra til að hefna þessarar
smánar, hann steytti að honum hnefann og sparaði ekki
stóryrðin. Reiersen var nú enginn núllíus á þeim árum,
hann hafði líka hnefann á lofti og sagði: Ef.þú treystir
þér til að lensa í veg fyrir mína persónu, Jens Olsen
minn góður, þá gæti svo farið, að þú kæmist í kynni
við hann Reiersen á „Suðurstjörnunni".
En Jakobinu tókst ekki heldur að fanga hið hvikula
hjarta Reiersens skipstjóra til lengdar. Það var eina
nótt, kyrra og bjarta eins og nú, hann reikar fram og
aftur um þilfarið á skipi sínu og heyrir áratök' í fjarska.