Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 71
IÐUNN
Guðmundur Gíslason Hagalín.
i.
Þegar „Gud og lukkan“ eftir Hagalín kom út, þótti
ýmsum léttúð hans vera meiri en góðu hófi gegndi,
sumir ympruðu á „klámi“, öðrum, eins og t. d. öldungn-
um Guðmundi Friðjónssyni, fanst hann taka lífið alt of
miklum lausatökum, þar sem hann lét það undir höfuð
leggjast að lýsa heimilisharmleiknum á Mávabergi hjá
Gunnari bónda með konurnar tvær.
Ekki gat það þó verið, að Hagalín óvart sæist yfir
þetta sjónarmið, jafn-oft og hann hafði notað það áður.
Hann vissi víst vel, hvað hann fór; og mér er til efs,
að alvara hans væri undir niðri minni, er hann skrifaði
„Guð og lukkan“, en er hann samdi sínar fyrstu sögur
og kvæði, og mundi enginn, sem þær les, halda, að
þær hefðu flotið úr penna léttúðugs manns.
Fyrsta kvæðið eftir Hagalín, sem ég hefi rekið mig á,
cr Vorprá í „Landinu" 27. apr. 1917. Alls mun hann hafa
birt urn fjórtán kvæði í „Landinu" og „Fréttum", frá
þeim tíma til ársloka 1919. Ekki fengu þó fleiri en fimm
þeirra*) rúm í fyrstu bók Hagalíns, Blindskerjum 1921,
og sýnir það, að maðurinn vaí í vexti á þessum árum.
Líti maður yfir þessi kvæði, dettur manni í huglínan;
„Á grandanuin heyrðist grátur og raus, grátur og raus.“
Harmagrátur, víl og örvænting er í flestum kvæðunum,
sem oft eru í rómantískum þjóðkvæðastíL Alvaran er
nóg, en karlmensku er oft skortur, og glettni fyrirfinst
*) Svefneyjarbóndinn, Oddný Eykyndill, Nonni mlnn, Kolfinna, Söngv-
•arinn viö rústirnar.
Iöunn XVIII 5