Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 107
IÐUNN
Hiö hempuklædda árásarlið.
101
V.
Páll Þorleifsson virðist hugsa sér kommúnista sem
nokkurs konar slátrara, sem gangi blóðugir til axla.
Hann pakkar kirkjunni það, að hún sé þó þess um
komin að stemma stigu fyrir jiessum „sláturstörfum".
Reyndar gæti Páll jiakkað kirkjunni fleira. Hann
gæti t. d. þakkað henni það, að hún hefir lengst af
fengist við sláturstörf með prýðilegum árangri, og enn
í dag hefir hún það til að leggja blessun sína yfir slík
störf, sem framin eru húsbændum hennar — borgara-
stéttinni — til framdráttar. Hann gæti líka þakkað
henni það, að þeir, sem verst eru settir í mannfélaginu,
eiga sér eina leið — að eins eina — til lausnar sínum
málum. Þessi leið er leid baráttunnar. Hún er ekki valin
af því að hún þyki betri en aðrar leiðir, né heldur af
því að þeir, sem lagt hafa út á hana, séu gefnari fyrir
baráttu en alment gerist, heldur af þeirri einföldu á-
stæðu, að öðrum leiðum hefir verið lokað.
Og alt þetta fjas um hatur öreiganna, sem þessir
drottins þjónar láta sér um munn fara, verður harla
andstyggilegt, þegar þess er gætt, að þetta marg-
umtalaða öreigahatur er ekki annað en rökrétt afleiðing
þeirra skipulagshátta, sem okkar á meðal ríkja — þeirra
skipulagshátta, sem kirkjan þjónar og vill viðhalda.
Til þess að útrýma „hatrinu" úr brjóstum öreiganna
verður hún að taka rögg á sig og útrýma orsök þess
— auðskipulaginu.
Annars mætti skjóta því að góðum og guðhræddum
borgurum að leita í Friðriks-kveri að orsökunum til
hinnar ægilegu kommúnistaplágu, sem veldur þeim
svo miklu hugarangri. Er það ekki alveg augljóst mál,
að plága þessi er refsing, sem guð Ieggur á þá fyrir
syndir þeirra og yfirtroðslur? Eða skyldi hún bara