Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 144
:138
Bækur.
IÐUNN
iingar á latínu fylgdu, til þess að ritin væri læsileg útlend-
-ingum.
: Þetta gerði rit félagsins nokkuð dýr og varð til þess, að
Norræna bókmentafélagið tók til að gefa út Islendinga-
:sögur í handhægri útgáfu með danskri þýðingu. Arftaki
,þess var svo Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Lit-
.temtur eða „magra félagið" svo nefnda. Þetta félag, sem
■ enn er við líði, hefir gefið út mesta fjölda fornrita fyrir
málfræðinga og aðra fræðimenn, sem legið hefir á því að
liafa textana sem allra tryggasta eftirmynd handritanna.
Halldór deilir á útgáfustarfsemi þessa félags fyrir tvent:
ritin hafa ekki komið út í einu, heldur í heftum um óá-
'kveðinn tíma, og engri áætlun hefir verið fylgt um útgáf-
.una. I öðru lagi hefir það mjög hindrað útbreiðslu ritanna,
að þau voru ill-læs fyrir aðra en fræðimenn. Auðvitað var
þetta bráðnauðsynlegt, meðan alinenningi var bannaður
aðgangur að handritunum sjálfum. En nú, síðan Levin og
Munksgaard sýndu, að vel er hægt að prenta hdr. sjálf
•eftir ljósmyndum, er miklu minni ástæða og afsökun fyrir
þessum ljótu, stafréttu útgáfum. Halldór segir, að jafnvel
Finnur Jónsson hafi játað, að ekki einu sinni málfræðingar
læsu þessar útgáfur; þeir læsu sem sé aldrei annað en for-
málana, þar sem stafsetningu ritanna er lýst! Líklega geng-
• ur Halldór hér helzti langt í herferð sinni gegn þessum
stafréttu utgáfum. Því ef fræðimenn geta ekki lesið þær,
hvernig eiga þeir þá að komast fram úr handritunum sjálf-
mm, sem Halldór segir — með réttu,— að muni geta orðið
unciirstaða nýrra rannsókna á hinni ágætu útgáfu Munks-
gaards, Corpus Codicum Islandorum Medii Ævi.
Utan Norðurlanda hafa einkum Þýzkaland og England
■unnið í þessum fræðum. I Englandi má minna á hina stór-
mcrku útgáfustarfsemi Guðbrands Vigfússonar og þýðingar
Eiríks Magnússonar og W. Morris, í Þýzkalandi er merk-
.asta útgáfufyrirtækið Altisldndisches Sagabibliothek, en
þýðingarnar í Thúle.
Eftir að hafa talað um útbreiðslu einstakra verka og
prentun og myndir í útgáfum og þýðingum, snýr Halldór
:sér að lokum að því, sem annars er ekki venja hans í
þessum bókfræðilegu rituin: að draga lærdóm fyrir sam-
:tíðina út úr reynd fortíðarinnar.