Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 153
IÐUNN
Bækur.
147
Annars verður manni við lestur þessarar bókar að spyrja
sjálfan sig: Hvað ætlar höf. sér með bókinni? Ætlar hann
að skrifa sögu hákarlaveiðanna? Nei, það hefir áreiðan-
lega ekki vakað fyrir honum; til þess er lýsing hans með-
al annars of mjög bundin við takmarkað svæði — Eyja-
fjörð og grend. Saga hákarlaveiðanna er óskráð enn, þrátt
fyrir þessa bók, en ýms drög að henni er þarna að finna-
Er það þá tilgangurinn að lýsa veiðiskapnum sjálfum —
farkostunum, veiðitækjum og öðrum útbúnaði, vinnubrögð-
um við veiðarnar? Svo virðist ekki vera. Að vísu er þessu.
öllu lýst að nokkuru, en livergi nærri fullnægjandi. Á
bókin þá að vera eins konar minnisvarði nokkurra liðinna
sægarpa — minnisvarði, er nútíð og framtíð geti haft fyrir
augum sér til örvunar og uppbyggingar? Ef til vill ligguí
næst að halda, að þetta hafi vakað fyrir höf. — og þó,.
til þess eru myndirnar af þessum mönnum flestum helzti
lausar í dráttum.
Nei, sannleikurinn er sá, að Theódór hefir ekki sett sér
neitt ákveðið mark með bókinni. 1 henni verður naumast:
vart neins, er kallast gæti niðurskipun á efni. Theódór
sezt. bara niður til að rabba við lesandann um hákarlalegur
og hákarlamenn. Hann rifjar upp gamlar endurminningar,.
sem fjarlægðin er farin að varpa á ljóma, hann lætur fjöl-
ina fljóta, honum er það yndi og gaman að segja frá þess-
um hlutum, og frásagnargleði hans færist yfir á lesandann,.
svo lesturinn verður honum líka yndi og gaman, að minsta
kosti á köflum. Frásögn Theódórs er skipulagslaus og lif-
andi eins og sjálf tilveran, og hún er borin fram í mæltu
máli, eins og alþýðan talar, mergjuðu og hressilegu, án
allrar hliðsjónar af því, hvernig eigi að segja frá sam-
kvæmt reglum hinnar háu listar.
Bókin er hin skemtilegasta, og trúi ég ekki öðru en að
hún verði vinsæl af alþýðu, og þá ekki sízt sjómönnum.
Það skal tekið fram, að ég hefi engin skilyrði til að dæma
um sanngildi frásagnanna, en þar sem höf. hefir víða hvar
sjálfur verið þátttakandi í leiknum, verður að gera ráð
fyrir, að hann fari rétt með. Ef ég ætti að benda á ein-
hverja kafla bókarinnar sérstaklega, myndi ég nefna kafl-
ana um þá Látra-feðga og „Látra-Felix“. Frá þessum lát-
lausu blaðsíðum leggur forneskjulega kyngi eins og frá.