Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 13
3
hyggju, og alveg sjálfsagðri fyrirhyggju, því að hafís-
inn er sá gestur (þó leiður sé), sem full ástæða er til að
búast hér við á hverju ári og það vitið þér allir mjög
vel, þá látið komu hans í þetta sinn verða til þess, að
gera yður forsjálari í framtíðinni, svo forsjála, að hann
geti als ekki ógnað yður framar, né lamað lífsvon yðar,
eða skaðað yður á nokkurn hátt til mikilla muna, —-
því pad má takast. Afstaða landsins krefst slíkrar fyr-
hyggju, og án slíkrar fyrirhyggju er óskynsamlegt að
byggja þann hluta landsins að minsta kosti, sem hafís-
inn getur umgirt, og það vitið þér vel. Það þarf að
hafa forðabúr í hverri sýslu og hverjum kaupstað, og
ef til vill víðar, á öllu því svæði, sem ísinn getur lagst
að, svo byrg, að þau fullnægi öllum líklegum þörfum
almennings til ágústmanaðarloka ár hvert, og svo þarf
að stunda grasrækt á þann hátt og t' þeim stíl, sem
þarf til þess, að grasvöxturinn geti ekki brugðist stór-
kostlega, jafnvel á köldustu sumrum, og til þess þarf
aðallega nógan áburð og skjól fyrir norðanvindum.
Með þessa bendingu fyrir augum þykist Hlbi hafa
sérstaka heimild til að óska yður gleðilegs sumars,
þrátt fyrir hafísinn og alt og alt.
Hlín þráir það, að sjá vonir sínar rætast á yður,
þráir það, að yður megi líða sem allra bezt, og vill
gera allt sitt til þess, að þér lifið framvegis gleðilegra
suviar á hverju ári en þér hafið enn þá lifað; og hún
er sannfærð um, að það muni takast.
Þór ættuð þvi að unna Hlín,
°g kaupa Hlín, lesa Hlín,
og borga Hlín skilvíslega;
til þess er hún nógu ódýr, sé hún nokkurs virði, auk
þess sem það er aðalskilyrðið fyrir því að hún nái til-
gangi sínuin.