Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 34
24
Hvað mundi verða, ef til dæmis f rí fl u tningur
byðist héðan til Ameríku, eða ef fargjaldið lækkáði um
svo sem '/2—3/4 frá því setn nú er, eins og hagur lands*
ins stendur nú? Hve margir mundu þá verða eftir af
þeim, sem byrðarnar bera? — Hafa menn hugsað um
það?
Mér finst sem einhverjir svari: „Þá er að leggja
útflutningstoll á fólkið, eins og fiskinn okkar og lýsið,
eða þá að banna útflutning fólks með lögum".
Er ekki slíkt óviðfeldið neyðarúrræði, er að líkind-
um mundi hafa verri afleiðingar fyrir oss en jafnvel eng-
in varnartilraun? — Eg held það. —
Ekki dugar heldur að halda því fram, hvort held-
ur það er gert af skammsýni eða af þeim hvötum, að
villa mönnum sjónir, að það „nái engri átt" að hugsa
sér það að það geti komið fyrir, að mestur hluti þjóð-
arinnar flytji til Ameríku, svo að landið eyðist af þeim
ástæðum. Því vitanlegt er, að fólkið er að flýja landið
í hundraðatali ár eftir ár, af algerðu vonleysi um batn-
andi framtíð hér heima, og fara þó ávalt miklu færri en
fara vilja.
E-g er því sannfærður um, að því meira sem ís-
lendingar í Ameríku fjöiga þar og eflast, og því lengur
sem astandið hér heima heidst í því horfi sem nú er, —
og það er hætt við að það breytist ekki til batnaðar,
án sérstakrar mannlegrar umhugsunar — því hættara er
við því, að íslenzka þjóðin hætti að vera til.
„Hvaða ástæða er til að vera að hreyfa þessu
spursmáli nú?‘‘ kann einhver að spyrja. Hafa Ame-
ríkuferðirnar ekki staðið yfir s. 1. 25—30 ár, og þó
er ísland enn ekki eyðilagt eða neitt því líkt, heldur