Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 43
33
ur þroskast hér fremur vel á flestum árum (einnig næpur),
en -um það hefi eg engin dæmi hvað þá skýrslur, til
að byggja á nokkurn samanburð.
Samkvæmt töflunni hér að framan fá Manitoba-
menn að meðaltali um 19V2 bushel af hveiti af
ekrunni. Eftir því sem eg þekki til, ætia eg vel í
lagt, að gera ráð fyrir 60 centa verði á bushelinu
að meðaltaii, eftir því hveitiverði, sem verið hefir
nú nokkuð mörg ár. Eftir því fá Manitoba-bænd-
ur um $ 11,70 eða um Kr. 44,00 fyrir hveitið af
ekrunni að 'meðaltali, brutto, og á því græða þeir
líka oft „stóra peninga", sem kunnugt er. þratt fyr-
ir allan þann afarkostnað, sem hveitiræktinni er
samfara. >
Hér á landi þekkja ýmsir mörg dæmi þess, að bænd-
ur fá um 10 hesta af töðu af dagsláttunni af túnunum
sínum, séu þau vel ræktuð; og óhætt mun vera að-meta
hvern töðuhest á kr. 6 að minnsta kosti. Og sé svo, þá
geta íslenzku túnin gefið af sér um kr. 60 af dagslátt-
unni, brutto, sem er hér um bil V3 meira en Manitoba-
bændurnir fá upp úr hveitinu sínu af jafnstórum bletti.
Þessa virði er nú grasrœktin á Islandi, s é h e n n i s ó m i
sýndur. — En það sem hér munar mestu fyrir hag
Manitobabóndans er það, að hann gerir sig ekki ánægð-
an með að hafa 10—20 ekrur af ræktuðu landi, enda
kæmist hann skamt áleiðis með svo lítið land til hveiti-
ræktar. I þess stað hefir hann 50—300 ekrur og þar
yfir af ræktuðu landi, og fylgir svo þeirri reglu, að færa
út takmörkin á hverju ári, svo sem auðið er, þar til
landið hans er algirt, og alræktað, svo sem kostur er á
að rækta það. Og það eru ekki að eins ríku bændurn-
ir þar, setn svona fara að, heldur einmitt fátæku bænd-
urnir líka, því þeir sjá að þeir geta ekki orðið rfkir
3