Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 12
2
á háu stigi, er !ýsi sér í góðum, gagnlegum, siðlegum
og kær leiksríkum verkum í daglega lífinu, verkum
er stríða ekki gegn réttindum annara; og það enda þótt
fyrir hendi kynnu að vera öll önnur farsældarskilyrði.
Hlín ann mönnum yfirhöfuð, og hún vill að þéir unni
hver öðrum, þótt atvik og ástæður knýi þátil að keppa
hver við annan stundum, og þótt álit þeiira og skoð-
anir um eitt og annað kunni að vera mismunandi; með
því að lffið er nbarnaleikur á Jífsins strö?id«, eins og
skáldið komst að orði, sem synd er að spilla með úlfúð
og deilum, öfund og illfýsi, enda er mannslífið svo stutt
hérna meginn, að það er í raun og veru enginn tími til
að syndga, því ávalt er nóg gott og gagnlegt til að
starfa fyrir alla. En svo ann Hlín þessu landi og þessa
lands fólki meir en öðrum löndum og öðru fólki, sem
eðlilegt er, ekki af því að þér séuð elskulegri en allir
aðrir, eða að þetta land sé betra eða fegurra en öll
önnur lönd, heldur vegna þess, að þetta er hennar land,
og þér eruð hennar fólk, er þarfnizt þess, að hún lifi
með yður, til að gagnast yður og- gleðja, að því leyti
sem henni er slíkt mögulegt.
Við strendur vors lands liggur nú hinn illræmdi
gestur, hafísinn, svo voldugur og ófyrirleitinn, sem hann
á að sér að vera, og ógnar yður með hótunum um meiri
kulda, núnna jarðargróður og meiri bjargræðisskort en
verið hefir hin síðustu sumur. Yður er því hin mesta
þörf á að reyna að mæta honum með hugrekki og sjálf-
stæði, svo aðhann merji ekki úr yður alla von og þrótt,
og þar með lífið sjálft. En efþér með rólegri og skyn-
samlegri íhugun komist að þeírri niðurstöðu, (sem
líklega er sú rétta), að þér séuð ekki nú eins vel fyr-
ir kallaðir til að mæta þessum alþekta íslenzka harð-
stjóra og mögulegt hefði verið með tilhlýðilegri fyrir-
r