Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 51
4i
niður á hjólspaðana, því minna vatnsmegn þarí til að
framleiða hið vissa nauðsynlega afl.
Þar sem því verður viðkomið að flytja nýmjólkina
óaðskilda saman til smérgerðar, þá er það vissasti og
ódýrandi vegurinti, því þá þurfa bændur ekki að sjálf-
sögðu að eiga skilvindur á heimilunum. En sú aðferð-
in getur ekki átt við nema þar, sem þéttbýlt er og ak-
vegir góðir, því að sé mjólkin öll flutt saman þannig,
er óhjákvæmilegt að liafa til þess vagn eða vagna hvern
dag með i—2 hestum fyrir.
Þar sem strjálbýlt er og vegir lítt greiðfærir, er
aftur á móti réttara (og máske eini vegurinn) að flytja
að eins rjómann saman til smérgerðar, því að hann má
auðveldlega flj'tja á reiðingshestum, ef þörf krefur, í þar
til gerðum »krókum“, er hver um sig taki 2—3 rjóma-
flutnings könnur. Sé þessi aðferðin tckin, þá þurfa
bændur nauðsynlega að eiga skilvindur hver um sig, og
aðskilja rjómann úr mjólkinni heima á heimilunum, er
siðan sé fluttur saman til strokkunar daglega. Sú að-
ferðin verður að sönnu nokkuð dýrari en hin, og ef til
vill örðugii fyrir hina einstöku fátækari bændur í byrj-
uninni; en þó eru henni samfara ýmsir kostir: Vinnan
á smérgerðarhúsinu verður talsvert minni daglega, og
stofnunarkostnaður við smérgerðarhúsið einnig minni, og
svo hafa bændur full not skilvindanna heima, einnig þann
tíma ársins, sem ekki er hægtað flytja rjómann eða mjólk-
ina saman til smérgerðar.
Það er svo sem auðvitað, að smérgerðarliús geta
verið og þurfa að vera á öllum stærðum eftir kringum-
stæðum. Þau þurfa að vera á hæfilegri stærð fyrir á-
ætluð verkefni á hverjum stað. En stærsti stíllinn,
sé verkefnið ( réttu hlutfalli, borgar sig bezt,— Og
því má aldrei gleyma. En hér á landi, sem víða ann-