Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 103
93
Á svipstundu varð alt hljótt; það heyrðist aðeins
fótatak þeirra, er flýðu í áttina til Lincoln-Innfield. Dry-
den leit umhverfis sig, til þess að fullvissa sig um, að
ræningjarnir væru í raun og veru á brott farnir; hann
sá, að mannsmynd einhvers beygði sig yfir hann, og
heyrði rödd segja: »Eruð þér sár. Standið upp efþér
getið, þorpararnir eru flúnir«.
Hið nafntogaða skáld stóð upp úr sorpinu titrandi
á öllum beinum og þreifaði næstum óafvitandi eftir sig-
urverki sínu, pyngju sinni og tóbaksbauk og nuggaði
því næst fætur sína og handleggi, til þess að fullvissa
sig um, að ekkert væri að sér. Hattur hans og hárkolla
voru á brottu og vindinn lagði um hið sköllótta höfuð
hans. _
»Eg þakka yður fyrir«, stamaði hann út úr sér, um
leið og hann hjúfraði sig upp að handlegg björgunar-
manns síns. »Þérhafið hrifið mig úrdauðans kverkum.
Við skulum flýta oss til þess að þessir þrælar nái okk-
ur ekki ef þeir koma aftur með meira liði. Hvar er
þjjónninn minn? Jakob! Bannsettur heigullinn, hann
hefir flúið«.
Nokkur skref þaðan heyrðist í sama bili háttvein:
»Æ, guð minn góður! Þessir bófar hafa nálega drepið
mig! Æ, hvað mig verkjar í höfuðið og handleggina !«
»Þegiðu!« hrópaði Dryden, »öskrið í þjer getur leitt
bófana til okkar aptur. Stattu upp og komdu með«.
Með bænaraugum leit hann á hinn ókunna mann og
sagði: »Jeg á yður mikið að þakka, herra minn, en
enn þá meira mun eg meta það við yður, ef þér viljið
fylgja mér heim«.
Þeir voru ekki langan tíma til bústaðar Drydens;
veslings Jakob haltraði eptir með grátstafinn í kverkun-
um Ekki mælti skáldið orð af munni fyr en í andyri