Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 20
IO
finning fyrir því að hann ætti nokkurt föðurland (efhún
væri annars nokkur) hlyti að deyja í brjósti hans. Iiann
mundi skammast sín fyrir ættjarðarást sína, ef hún væri
nokkur, og það réttilega, með því að hún væri þá löst-
ur en ekki dygð. Hann hlyti að verða sem útlagi í sínu
eigin föðurlandi.
Þýtt hefir S. B. Jónsson.
*
•i'
Aths. þýðandans. Svona er Bandaríkjamanninum
eiginlegt að líta á þetta mál, yfir höfuð að tala. Og
þessvegna er það líka að miklu leyti, að hann hefir unn-
ið frægan sigur í baráttunni gegn útlendum yfirgangi og
innlendu og útlendu þrældómsvaldi, og öllum eða flest-
um farartálmum og örðugleikum, sem honum hafa mætt
á leiðinni til þess vegs og veldis, sem hann nú hefir náð.
Hans aðalaugnamið hefir aldrei verið það, að „spekúlera"
í óvissum hugmyndum um það, hvort ekki kynni að vera
hægra »að komast af« í einhverju öðru landi í heimin-
um en sínu eigin, né heldur hefir hann lifað upp þá trú,
að bezt sé að láta alt »ráðast« eins og verkast vill, í
því trausti að »a!t fari einhvern veginn«. — Nei. »í trú
á guð og trú á eiginn traustan þrótt« hefir hann mjög
almennt lifað fyrir ákveðin augnamið, fyrir ákveðinn árang-
ur til heilla og heiðurs fyrir sig og sitt land; til menn-
ingar, frelsis og farsældar sinni þjóð.
Þar er fyririnyndin!
Ef vér íslendingar hefðum alment þessu líka ætt-
jarðarást, þá ættjarðarást, er knýr mann til að leggjaalt
í sölurnar, og jafnvel lífið sjálft, ef á þarf að halda, — ekki
að eins fyrir eigin munn og maga einstaklingsins,
heldur fyrir heill og heiður þjóðfélagsins í heild sinni,
fyrir vegsemd ættjarðarinnar; þá væri framtíð landsins
vei borgið svo lengi, sem sólin skini á það, svo lengi