Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 99
89
hyggnari. Geturðu þá ekki séð, Varði, að þetta er hrein-
enskur leikur. Eg set sem svo, að þorpararnir séu mín-
ir kunningjar og að björgunarmaðurinn, það sért — þú«.
Játvarður stökk upp og skellihló. »Frændi minn
góður«, hrópaði hann, »í hreinskilni að segja þér, þá
grunar mig, að þú hafir tekið þér fullmikið neðan í því«.
»Jæja, iátum svo vera, að eg hafi drukkið ofmik-
ið«, sagði bóndi, án þess að bregða iitum, »en það hef-
ir enga þýðingu, ef mér að eins tekst að hjálpa þér.
Vegna þín og Kötu iæzt eg vera ræningi og morðingi,
og húskarlar mínir, Bob og Will, sem eru áreiðanlegir
menn, hjálpa mér til. Við berjum þjón Drydens dug-
lega og þegar við svo tökum til við Dryden sjálfan, þá
kemur þú og leikurinn er úti. Hvernig lízt þér á?«
»Er þetta alvara þín, frændi?« spurði Játvarður, sem
tók að hugsa meir um orð frænda síns; »en leikurinn
getur niisheppnast og fengið ill eptirköst«.
»Vertu ekki að bulla þetta, drengur minn, ekki
þurfum við að óttast lögregluþjónana; ef þú að eins vilt
ieika þitt hiutverk sómasamlega, þá mun alt fara vel.
Þú mátt gjarna berja Bob og Will, en af frændsemi bið
e& þ'g að vægja mér, meira krefst eg ekki. Eftirköst-
unurn ræður þú til lykta. Þú mættir vera iinur, ef þú
ekki ræður niðurlögum skáldsins«.
Nú tók að liggja betur a hinum unga manni. »Þú
hefir rétt fyrir þér, frændil« hrópaði hann um leið og
hann greip hönd frænda síns. »Við höfum neytt allra
löglegra meðala og verðum nú að beita brögðum«.
»Er það vit. Þess konar brögð voru dagleg í mínu
ungdæmi. Komdu nú; vagninn minn er í »Bláa drek-
anum«, þú ekur heim með mér og á leiðinni ræðum
við alt málið í krók og kring. Komdu, Kata bíður eft-
ir okkur!« Að svo mæltu greip bóndinn hatt Játvarð-