Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 23
13
virtist mér útsýnið hingað heim vera einstaklega glöggt
°g fagurt á vorin, allra helzt þegar veðrið var gott — og
veðrið er þar oft yndislegt á vorin, á meðan sólargeisl-
arnir eru enn þá ekki óþægilega heitir. — Eg gekk því
oft upp á þessa hæð í frístundunum til þess að njóta
þess næðis og þess friðar, sem ekki var kostur á í fjöl-
menninu niðri á sléttunum, og til þess að njóta hugþekkra
endunninninga frá æskustöðvunum, við endursýn þeirra
í góða veðrinu.
Það var snemma í maímánuði. — Svo langt sem
augað eygði til suðurs, suðvesturs og suðausturs, var al-
auð jörð, og talsvert farið að grænka, einkum sunnan til.
Hveitisáning var um það leyti um garð gengin á öllu
því svæði. Norður undan, þar sem skógurinn varmeiri
og þéttari, var enn nokkur snjór sumstaðar og vötnin
voru enn öll ísi þakin, en innan hálfs mánaðar mátti bú-
ast við að þau yrðu alauð og ísalaus. Skógurinn var
farinn að blómgast, en fuglarnir sungu sín sumarljóð, og
flögruðu til og frá eins og ásetningslaust, og böðuðu sig
í sólskininu.
Hérna heima var vorið líka komið fyrir nokkru, en
sólargeislarnir voru hér þó ekki nærri eins hlýir. A lág-
lendinu var jörðin hér mikið til auð bæði meðfram sjón-
um, og í dölunum víða hvar upp undir niiðjar hlíðar; þó
var enn talsverður snjór í lægðum, gjótum og giljum. All-
ar ár og gil og lækir féllu áfram til sjávar, bakkafull,
eins og þau væru að keppa hvort við annað um að flytja
sem allra mest hvert um sig burtu af leysingarvatninu, í
því augnamiði að knýja sólina tii að skína enn þá skær-
ara, eða til þess að dökku regnskýin, sem sveimuðu góð-
viðrislega til og frá í loftinu, hröðuðu sér þvf frenuirað
falla niður yfir jörðina. Á fjörðunum, sem liggja lengst
inn í landið, var enn sumstaðar nokkur ísmulningur, er