Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 57
47
Að móta smér.
Að möta smér, sem kallað er, á einkanlega vel við,
ef ekki þarf að geyma það lengi, áður en það er
er selt, það er vanalega í hærra verði en annað smér
jafngott, og umbúðjrnar fullt svo ódýrar. Mótið sjálft
er úr hörðum við, aflangt og ferkantað, með færanleg-
um botni til þess að losa með smérið úr mótinu. Það.
gerir laglegar eins punds smértöflur, með 6 siéttum lilið-
um. Hver einstök tafla er svo sett í smérpappírsum-
búðir, og svo raðað niður í kassa til flutnings, eða þar
til gerðar kistur með íshólfum í miðju. Þessar kistur
getur maður svo notað aftur og aftur, með því að mað-.
ur selur að eins smérið úr þeim. — En allar aðrar uin-
búðir verða að fylgja smérinu án sérstaks endurgjalds
vanalega. — Pappírinn utan um mótaða smérið ætti.
helzt að kaupa tilsniðinn, að stærð 8X]l I þuml. með
áprentuðu merki þess, er smérið selur, með óafmáanlegri
prentsvertu, er ekki liti frá sér, þó pappírinn blotni.
Merkið á að koma út á einni hlið töflunnar. Aðferð-
in við að móta smér er þessi: Mótinu opnu skal
þrýst niður á smérið á smérhnoðunarborðinu, þar til
það er fullt orðið. Þá skal með smérspaðanum gera
smérið vel jafnt að neðan við rendur mótsins, og svo
skal því þrýst niður úr mótinu, niður á pappírsörkina,
þar sem prentið er á henni hinumeginn. Svo skal papp-
írnum (sem áður skal bleyttur í saltvatni) vafið utan
um töfluna, og vel brotið saman til beggja enda. Hver
tafla þarf að vera velvegiðpund; og til þess má
stilla smérmótið eftir vild, að það taki Htið eitt meira
eða minna. Vel má og hafa 2 punda töflur samhliða