Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 85
75
löndum. Og þó getur staðið þannig á, að iðnaðarstofn-
un, sem vinnur útlent aðflutt verkefni, borgi sig beturen
önnur, sem vinnur að eins innlent verkefni, hvort heldur
þær eru báðar af sömu tegund eða sín af hvorri tegund;
því geta vaidið ýmsar sérstakar kringumstæður; og standi
þannig á, er sjálfsagt að meta það fyrirtækið meira, sem
vinnur útlenda verkefnið — n.l. það fyrirtækið, sem bet-
ur eða bezt borgar sig, Auk þess getur staðið þann-
ig á, að það borgi sig betur að kaupa verkefni til eins
iðnaðarfyrirtækis frá útlöndum en að kaupa það innan-
lands, þó það sé þar fáanlegt, ef það af einhverj-
um ástæðum er óhentugra eða dýrara en hið útlenda
með álögðu flutningsgjaldi.
Þannig mundi t. d. mega reka tólgárvinnufyrirtæki hér
á landi (sápugerð, kertasteypu o. fl.) með meira hagnaði
með því að kaupa tólg frá útlöndum, heldur en kaupa hana
hér, af því að hér er svo lítið til af henni, að hún er hér í
tiltölulega mjög háu verði, til samanburðar við t. a. m.
á Englandi.
Einnig mundu trévinnusmiðjur með tilheyrandi vél-
um borga sig hér á landi betur en margt annað iðnaði
tilheyrandi , þótt efnið til þess iðnaðar verði að flytja
frá útlöndum, óunnið eða lítt unnið; svo framarlega þó,
að þess háttar verksmiðjur væru í hæfilega stórum stíl,
og heppilega útbúnar að öllu leýti, og ekki of marg-
a r í hiutfalli við viðskiftamegnið í landinu. Sama má
segja um kornmölun og ýmislegt fleira viðkomandi inn-
lendum iðnaði í stærri eða smærri stíl, úr útlendu að-
fluttu efni. Því að þegar um almenna nauðsynjavöru er
að ræða, sem að sjálfsögðu er innflutt frá útlöndum, unn-
in eða óunnin í stórum stíl árlega, eins og er t. d. með
timbur og kornvöru hér á landi og fleira, þá segir
það sig alveg sjálft að það ætti að borga sig fremur vel