Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 66
56
Hvað halda bændurnir uni þaðf Eg held að þetta
mál sé þess vert, að því sé gaumur gefinn, og sé svo,
þá ættu bændur að bindast almennum samtökum, til
þess að koma því til framkvæmda, og þá helzt sem fyrst.
8. B. Jónsson.
Fjársalan.
Það er almenn venja hér á landi að sauðfé er selt
á fæti eftir vigt; og er það í sjálfu sér réttlátleg að-
ferð, og mikið vissari en sú að selja féð á fæti eftir
átaki og áliti upp á slump, eins og sumir gera hér
enn og altítt var hér áður fyr. En réttlátasti mælikvarð-
inn er nátttúrlega sá, að selja skepnuna eftir því sem hún
„leggur sig“, eins og stundum er gert hér; eða þá
eftir lifandi vigt (lífvigt) á því verði, sem svarar sem ná-
kvæmast til þess, sem hún leggur sig.
Eftirfylgjandi tafia sýnir eitt dæmi um það, hverju
munar á því að selja fé hér eftir lífvigt, eða eftir
því sem það leggur sig, miðað við það verð á hvoru-
tveggja, sem að sögn var í Stykkishólmi og þar nærlend-
is haustið 1900; og gera má ráð fyrir að mælikvarðinn
hafi verið sá sami þar og víða annarstaðar á landinu á
sama tíma, en um það er mér þó ekki kunnugt.
Kindurnar sem slátrað var voru 9 að tölu; þeim var
slátrað 20. nóvember um haustið, og að öllu farið svo
nákvæmlega sem kostur var á, í því sérstaka augnamiði
að komast að raun um, hverju munaði á þessum tveim-
ur aðferðum. Kindur þessar voru keyptar á fæti eftir
átaki og áliti, en hvorki „uppskornar" eða eptir líf-