Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 98
88
»Gefið þér gott ráð. Fyrst vil ég þó spyrja þig,
hvort John Dryden aki frá Wills kaffisöluhúsi og hvort
hann hafi marga þjóna?«
»Nei, hann fer fótgangandi heim til sín og fylgir
honum einn þjónn með ljósbera«.
»Það er vel til fallið, og þó heldur að þessi Dryden
geti komið þér áfram í heiminum?«
»Já, ef hann vildi, en í hvaða sambandi geturþað—«.
»Þegiðunú. Nú komum við fyrst að mergmálsins«,
bóndinn þokaði sér nær bróðursyni sínum og leit á hann
kænlega. »Hvað er nú þitt álit um það«, hélt hann á-
fram, »ef John Dryden kynni að henda eitthvert slys, þeg-
ar hann fer heim til sín? Þú skilur mig, að eins lítið
áhlaup með barsniíðum, í sjálfu sér saklaust æfintýri, sem
getur velgt skáldinu dálítið um hjartarætur—ágætt ráð,
er ekki svo?«
Játvarður leit nú forviða á frænda sinn og flaug í
hug, að hann væri að ganga af göflunum.
»Geturðu ekki skilið, Varði, hvað eg á við, þú ert
þó annars vanur að skilja hálfkveðna vísu. Eg set sem
svo, að ráðist verði á John Dryden úti á götu annað
kveld_. Þegar sem verst er ástatt fyrir honum, kemur
ungur maður einn honum til hjálpar. A John Dryden
þá ekki mikið að þakka þessum unga manni ? Ætli
hann styðji þá ekki þenna unga mann, einkanlega þeg-
ar sá hinn sami ungi maður hefir fram komið með jafn-
gagnlega uppástungu sem að upplýsa alla borgina með
ljóskerutn ?«
»Já, en eg skil þig ekki vel, frændi«, sagði Játvarð-
ur, sem tók að finna til einkennilegs óróa.
»Skelfing er að vita, hvað æskulýðurinn er tornæm-
ur orðinnl* stundi bóndi upp úr sér, »mér verður nær
að halda, að við gömlu mennirnir gamaldags séum miklu