Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 36
2 6
njóta aðstoðar og samvinnu vina vorra og frænda vest-
an hafsins til þess að reisa fósturland vort úr rústum,
að svo miklu leyti sem slíks er kostur.
Látum þá fara tii Ameríku óhindraða, sem þangað
vilja fara. En látum þá hafa svo margs að minnast,
látuni þá hafa svo mikils að sakna, að þeir komist hvergi
nema heim aftur, þegar þeir að skilnaði hvarfla augun-
um til hlíðarinnar. — Eða ef þeir annars fara, að þeir
þá fari ótilneyddir sem vinir landsins og þjóðarinnar,
með þeim drengilega ásetningi, að afla sér „fjár og
frama" að fornmanna sið.
III.
Er ísland [tá í rauninni óbyg'gileg't?
Það, að Island hefir verið byggt nú meira en iooo
ár, svarar naumast þeirri spurningu til hlítar, hvort
iandið sé i raun og veru byggilegt eða ekki. En sé
þess jafnframt gætt, að það hefir verið niðurnítt um
þúsund ár, að það er og hefir verið svo að segja ó-
ræktað frá fjalli til fjöru þúsund ár, og hefir þó for-
sorgað íbúa sína þannig um iooo ár, að þeir njóta nú
í dag ’og hafa notið hingað til, mjög alment, meiri lífs-
þæginda, en nokkurt annað fólk í jafn órækt-
uðu og útnýddu landi, nokkursstaðar í heimin-
um, þá sé eg ekki betur, en að það sé sönnun fyrir
því, að Island sé aðdáanlega gott land; jafnvel
þótt ekkert tiilit sé tekið til hinna sérstöku kosta og ó-
kosta þess, til samanburðar við önnur lönd.
Eða getur nokkur bent á nokkurt annað land, sem
er eins algerlega óræktað og Island er, þar sem fólk
lifir, og hafi lifað iooo ár, þó eins manndómslegu og
þægilegu lífi, og íslenzka þjóðin hefir lifað, og lifir enn,
þrátt fyrir alt og alt og alt?