Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 94
84
Þegar birta tók.
Framhald.
»Þetta er bull, drengur minn, því hvað, sem þú hef-
ir í fórum þínum, mun ávalt verða tekið við þér tveim
höndum hjá okkur, það veiztu«, sagði bóndinn, »Kata
er mjög hugsjúk þín vegna. Og að því, er kvartanir
þínar snertir, þá munum við ekki færa þær þér til saka. Þú
hefir víst ekki fengið neina stöðu enn og heldur áfram
að gera áætlanir um að búa til ljós úr myrkri og gera
mánann okkar þýðingarlausan og ónýtan; það er stór-
kostleg hugmynd og mikils til of góð fyrir þessa bless-
aða Lundúnarbúa. Þú ættir að hætta við þetta og semja
þig að annara manna siðum, áður en það er um seinan<<.
»Þetta kemur til af því að þessir bannsettir grasasn-
ar skilja ekkert í því og ekki það eitt, heldur verður
maður og að berjast við heimsku þeirra, sjálfselsku og
dramb«, sagði Játvarður einbeittlega.
»Ekki skaltu verða reiður«, sagði bóndi og settist
á stól einn, »þú hefir, ef til vill, rétt fyrir þér, því að
kaupstaðarfólkið gagnar ekki til neins. Eg uni því illa
fyrir þína hönd, því að bæði ertu bróðursonur minn og
einnig gáfaður piltur og ættir því skilið að haia heppn-
ina með þér, en þú ert með þær einkennilegu hugmynd-
ir, sem —«.
»Sem líkur eru til að verði samborgurum mínum
að liði, hugmyndir, sem eiga að tryggja líf þeirra og
eignir; þær hugmyndir, sem myndu verða þjóðinni og
einkum stjórninni til heiðurs, ef þeim væri komið í verk«,
hrópaði Játvarður; »hér eru áætlanir mínar, eg hefi svo
jiákvæmlega yfirfarið þær hverja á fætur annari, þetta