Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 78
68
við allar skilvindur, að olían sé nógu volg, til þess að
geta dropið reglulega, einkum þegar kalt er.
Skilkúpan i »Perfect« er samansett af 4 sundurlaus-
um pörtum, eins og í »Þyrils«-skilv., og er skrúfuð
sundur og saman í hvert sinn, sem hún er notuð. Skil-
vinda þessi hefur náð hér nokkurri útbreiðslu s. 1. ár
sumstaðar, ef til vill af því að smérgerðarkennarinn á
Hvanneyri kvað hafa mælt með henni, því að hún
hefði verið reynd í Danmörku hálfan mánuð,
áður en hann fór þaðan, og reynzt vel. Það sé
langt frá mér að vilja tortryggja gildi þessarar vélar, né
nokkurar annarar, umfram það sem ástæður eru til, —
þótt eg verði að meta meira margra ára reynslu en
2 vikna reynslu. — En fyrir mitt leyti verð eg að álíta,
að nafnið á vélinni sé nokkuð yfirdrifið, ef ekki glæfra-
'egh °g f öllu falli óþarflega stásslegt, ef vélin er vönd-
uð; perfect þýðir n. 1.: algert, fullkomið, óskeik-
ult. Eg sem sé efast um, að þessi skilvinda sé alfull-
komin fremur en allar aðrar, og hafi eg rétt fyrir mér
í þvi, þá á þetta nafn á henni ekki við, og er þá villandi.
í öðru lagi þá hef eg litla trú á þeim hlutum aðóreyndu,
sem auglýstir eru án allra röksemda að vera bæði
beztir og ódýrastir allra, því að reynslan sýnir, að
það tvent er ekki ætíð samfara, sem líka er eðlilegt.
En svo getur þessi vél verið góð og vönduð, þótt hún
sé ekki perfect, og þótt hún sé ekki bæði bezt og
ódýrust af öllum.
Eptirfarandi tafla sýnir verð hinna ýmsu skilvindu-
tegunda hér á landi í hlutfalli við stærð þeirra etc., eins
og það var auglýst s.l. ár.