Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 93
83
síðan fimni feta borð eða lista þvert yfir hornið milli
markanna á báðum örmum, svo að milli markanna séu
nákvæmlega 5 fet þverbeint yfir hornið, og er þá kom-
inn réttur vinkill. í stað þess að mæla 3, 4 og 5 fet,
eins og að framan er sagt, má alveg eins hafa 6, 8 og
10 fet, eða 9, 12 og 15 fet, alt eftir því hve stór sá
grunnflötur er, sem maður vill mæla í vinkil. Þessi að-
ferð er einkar hentug við að setja hornréttar undirstöð-
ur undir hús af öllum stærðum o. fl. Sömuleiðis má
viðhafa þessa aðferð til þess að mæla út rétta lóðlínu,
frá láréttum fleti, og lárétta línu frá réttri lóðlínu, ef mann
t. a. m. vantar vinkil, og annaðhvort lóðbretti eða lábretti.
Hafi maður lóð á streng aðeins, þá getur maður með þess-
ari aðferð sett hornrétt, lárétt og lóðrétt hús af
hvaða stærð sem er, og hvaða lögun sem er, þótt mað-
ur hafi hvorki vinkil eða hallamæli.
Ferhyrning'iir.
Hver ferhyrningur, sem hefir jafnlangar hverjartvær
samsíða hliðar, er hornréttur alt í kring, þegar eitthvert
eitt hornið er í vinkil.
Fjórir jafnlangir veggir (í ferhyrning) innihalda meira
ferhyrningsmál en fjórir mislangir veggir, þótt saman-
lögð lengd veggjanna, í hvoru tilfellinu fyrir sig, sé hin
sama. Þessvegna fær maður meira rúm í ferköntuðum
húsum en aflöngum, með sömu lengd veggja alt í kring.
En sirkilhringurinn rúmar meira flatarmál en nokkurn-
veginn öðruvísi lagaður hringur jafnstór (sama urmnáls).
1