Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 73
63
ist hún einmitt hinum skilvindunum öllum, sem hér eru
til. Það eru sem sé skrúftennurnar í möndlinum og
koparhjólinu, sem eg hef fremur ótrú á, og hefir það í
nokkrum tilfellum orðið til baga, — en líklega að nokkru
leyti af vanbrúkun. — Það er nl. áríðandi að olhibera
•vandlega þetta koparhjól í hvert sinn, og að snúa vél-
inni hægt og gætilega og rykkjalaust altaf, en
allra helzt meðan verið er að koma henni á fulla ferð í
hvert skifti.
Það, hve »Alexandra« er einföld og auðveld
til daglegrar meðhöndlunar umfram flestar eða allar aðr-
ar skilvindur, hefir átt mikinn þátt í að gera hana mjög
eftirsóknarverða fyrir bændur, með því þá líka að hún
er bæði sterk og vel vönduð að efni og smíði. Og svo
er gangverkið alt innilukt í vélinni sjálfri, sem er líka
nokkur kostur út af fyrir sig.
Sumir hafa brugðið »Alexandra« um það, að hún að-
skildi mjólkina ekki eins vel og sumar aðrar t. d. »Alfa
Laval« (að hún næði minna sméri en sumar aðrar). Sann-
leikurinn er sá, að það er hægra að láta »Alex-
andra« aðskilja heldur lakar en sumar aðrar skilvindur, sem
hafa óbreytilegt innrensli, af því að hún hefir breytilegt
innrennsli. — En það er alger misbrúkun, að hafa inn-
rennslið ekki hæfilegt eftir seftu marki á vélinni. Og
mismunandi kringumstæður geta gert það æskilegt, að
geta aukið og minkað innrenslið eftir vild, með því að
það hefir áhrif bæði á aðskilnaðinn og á vinnuflýtinn.
Ensé »Alexandra« rétt með farin, og rjóminn ekki hafður
of þykkur, þá má reiða sig á að hún aðskilur eins vel
eða alt að því eins vel og nokkur önnur skilvinda; því
að það hefur verið sannað, að hún hefir í 14 tilfellum
{14 sérgerðarhúsum) náð heldur meira sméri en »Alfa
Laval«, sem hefir þó haft orð á sér fyrir að aðskilja