Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 29
19
heiminum, að því er eg þeklci til. Og hér er sannar-
lega enginn skortur á lögum (og gott ef hér er ekki alt
of mikið af lögum) og eg held vafasamt, livort hér-
lend lög eru ekki allt að því eins góð og skynsamleg
yfir höfuð að tala og lög annara mentaðra þjóða; þótt
auðvitað sé, að þeim er í mörgu ábótavant, sem öðru
hér.
Þeir sem starfað hafa að Ameríkuferðunum, agent-
arnir etc., hafa ávalt haldið því fram, að því er virð-
ist í fullri alvöru og með innilegri sannfæringu, að Is-
land sé og hafi ávallt verið af hendi náttúrunnar, lítt
byggilegt ef ekki alveg óbyggilegt land. öllu siðuðu
fólki; og eg minnist ekki þess, að hafa séð verulega
tilraun gerða af neinum til að hrekja það álit og það
uppástand. — Þeir, sem starfað hafa á móti burtflutn-
ingi fólksins héðan, hafa aðallega gert það á þeim
grundvelli. að varla eða ekki sé betra að vera í Amer-
íku en hér á landi, miðað við ástandið e i n s og það
er, og hefir verið beggja megin hafsins; að Ameríka sé
svo og svo ókostamikið land o. s. frv., án þess þó að
hafa haft þar við að styðjast vanalega nokkuð verulegra,
en einstök dæmi sitt úr hverri áttinni þar að vestan,
sem naumast hafa getað skoðast sem áreiðanlegur grund-
völlur fyrir álitinu á því almenna. Þannig hefir mér
virzt, að vörn föðurlandsvinanna hérna fyrir heiðri og
framtíðarhag landsins vera öllu fremur „óvildar-nöldur",
°g áklaganir gegn ásælni „óvinanna", heldur en rökstudd
hraustleg vörn með bjargfastri sánnfæringu fyrir óhrekj-
andi málstað, en vera má að mér hafi missýnzt þar.
Eg nl. viðurkenni, að mótstaða sú, sem hér hefir att sér
stað gegn Ameríkuferðunum, er í sjálfu sér eðlileg, og
aó því er tilganginn snertir í alla staði réttmæt og heið-
arleg; en samt sem aður hefir hún verið fremur veiga-
2'