Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 61
5i
II. Nýmæli um mjólk
Með vísindalegum rannsóknum á það að hafa verið
fundið ekki alls fyrir löngu að í allri mjólk sé mesti sæg-
ur af einskonar líflausum efnalegum ögnum óendanlega
smáum(„dead chemical su bstances"), er mjólkinni
tilheyra upprunalega, og sem útaf fyrir sig hafa álíka
efnabreytileg áhrif á mjólk og rjóma og sjálfar lífagn-
irnar (bacteríurnar), er breyta mjólkursykrinu i sýru.
En svo kvað áhrifum þessara dauðu efnalegu agna í
mjólkinni vera afstýrt á sama hátt og áhrifum lífagnanna
með því að hita mjólkina upp í tiltekið hitastig; og með
því að svo verður óhjákvæmilega, þá er alls ekki óhugs-
anlegt að næsta stigið verði það, að lífagnirnar verði
eyðilagðar með efnafræðilegum, lífeyðandi meðulum í
mjólk og rjóma til smérgerðar, í framtíðinni, til þessað
geta hagnýtt áhrif líflausu agnanna, sem næst eingöngu
til þess að framleiða hina nauðsynlegu rjómasýru, svo
framarlega sem slíkt verður auðið nógu kostnaðarlítið,
og án þess jafnframt að spilla hinu náttúrlega gildi mjólk-
urinnar á nokkurn hátt né heilnæmi hennar til neyzlu.
III. Störar og litlar kýr.
Á tilraunabúi í Bandaríkjunum hafa nýlega verið
gerðar allítarlegar tilraunir til að komast að áreiðanlegri
niðurstöðu um það, hvort arðmeira sé að hafa stórar og
þungar kýr eða smáar og léttar, Og hefur sú reyndin
á orðið að minna fóður þurfti til að framleiða hver ioo
pund mjólkur úr þeirri kú sem vigtar IOOO pund, en úr
þeirri sem vigtar að eins 800 pund. Miðað við það að
báðar kýrnar séu jafnt meðhöndlaðar og að öllu leyti
jafnar nema að stærðinni og þyngdinni til.