Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 30
20
lítil og hálf-vandræðaleg stundum, líkt því sem menn
væru við lítil föng í vök að verjast, og tel eg efalaust
að slíkt sé afleiðing þess, a ð menn hér álíti Island
óverjandi áröksemdannagrundvelli til sam-
anburðar við Ameríku, og það jafnvel þeir einn-
ig, sem elska landið og þjóðina svo heitt og innilega,
sem hugsazt getur; — að eg ekki tali um allan þann
fjölda, sem hér hangir nauðugur, aðgerðalítill og •von-
laus um öll öflugri bjargráð en þau, sein menn hafa nú
alment tök á hér á landi.
En hér þarf sannarlega mikils meira með en að
„malda í móinn", ef duga skal. — Það þarf að sanna
og sýna á þann hátt, að ekki verði móti mælt með
rökum, og á þann hátt, sem fullnægir algerlega
farsældarkröfum landsmanna sjálfra, að landið
ségottogbyggilegt í sjálfu sér, til samanburðar
við önnur lönd, ef það annars er það. En sé landið í
sannleika eins óbyggilegt til samanburðar við önnur
lönd, og flestir virðast álíta nú sem hingað til, — eða
ef landsmenn alment halda áfram að trúa því að svo
sé, — þá trúið mér til þess, að íslenzka þjóðin á hér
enga verulega framtið, enga þá framtíð, er vert sé að
lifa fyiir, og væri þá alveg eins skynsamlegt, að yfir-
gefa iandið nú þegar eða sem allra fyrst, með ásettu
ráði af knýjandi nauðsyn, eins og að bíða þess fyrir-
hyggjulaust, að landið smáeyðist á nokkrum áratugum,
af þeim eyðingaröflum, sem óhjákvæmilega hljóta að ráða
forlögum vorum, ef landið er óbyggilegt, eða ef
vér höldum áfram, að álíta það eins óbyggilegt og
verið hefir hingað til. — En þau öfl eru: Ameríka á
aðra hlið, og fatækt vor, eða framkvæmdaleysi vort á-
samt vaxandi farsældarkröfum vorum á hina, m. m.
Eg skal játa, að efnahagur fólks hér er ekki neitt