Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 26
i6
hætta að vera til ? Mér virtisf það. Það var nú fyrir
sig að sjá þá fara sem fóru, en hitt var nærri átakan-
legra að sjá, hve vonlausir þeir voru, sem ekki fóru. Eg
unni Ameríku vel þess hagnaðar.sem hún kynni að geta
haft af innflutningi íslendinga, — þótt mér virðist hún
geta verið án hans alveg að meinfangalausu — því að eg
unni og ann Ameríku mikið. — Eti eg get ekki að því
gert, að eg fann til þess þá, að eg unni íslandi Iíka, og
það nærri því meira en áður. Því að eins og eg var
trúlaus á kosti Islands, sem aðrir, þegar eg fór til Atne
ríku, eins var eg nú orðinn trúaður á þá, einmitt vegna
þess að eg hafði svo oft virt ísland fyrir mér frá þess-
ari sjónarhæð, til samanburðar við Ameríku. Og því
oftar sem eg virti Islandi fyrir mér frá þessuni stöðvum,
því fegurra og elskulegra virtist mér það vera; að sönnu
snéri þá að mér sú hlið landsins, sem eg hafði aldrei
séð áður, sú hlið þess, sem hulin er flestra sjónum hér
heima. Og eg varð ósjálfrátt snortinn af sárri löngun
til að láta fólk hér heima sjá þessa sömu fögru hlið lands-
ins, ef hægt væri, áður en það færi alt til Ameríku, í
líku ástandi og af sömu orsökum og hópur sá, sem þá
var að leggja hér frá landi.
Eg fann ekki til þess, að mér þætti nokkuð minna
vænt um Ameríku en áður fyrir þetta, nei, og mér var
það eftir sem áður vel ljóst að Ameríka hafði mikla yfirburði
yfir ísland í ýmsum greinum ; en svo sýndist mér þó, að
Island hefði líka talsverða yfirburði í öðrum greinum—
þótt enginn vildi viðurkenna það, — Og var eg því hálf-
smeykur við að mér kynni að missýnast, en ómögulega
gat eg þó trúað því------Og mun eg nú verða að eft-
irláta yður og öðrum landsmönnum, að meta gildi þessa
máls, og að framkvæma allar frekat i sannanir fyrir mín-
um málstað, sem skilyrði eru til.