Hlín. - 01.04.1902, Blaðsíða 86
;6
að framkvæma að sem allra mestu leyti að mögulegt er
þá vinnu eða tilreiðslu í landinu sjálfu, sem nauðsynlega
útheimtist til þess að gera þær vörur fyllilega nothæfar
— nóg er samt að kaupa og út að borga út úr landinu.
En það sem sérstaklega mælir með því að fram-
kvæma hér á landi þann iðnað, sem hér er um að ræða
í þessum tveimur áminstu vörutegundum, er það, að því
er mölunina snertir, að vinnuaflið til slíks er hér svo af-
ar ódýrt (n.l. vatnið og vindurinn) og þar til þénanleg
áhöld og allur útbúnaður tiltölulega ódýr, þótt í nokk-
uð stórum stíl væri, og svo gefst með því einnig meiri
trygging fyrir vel vandaðri og ómengaðri matvöru, en
með því að kaupa mélið frá útlöndum, eins og nú er
almennast orðið.
Hvað snertir innlendan timburiðnað, eða stofnun tré-
vinnu-smiðju með tilheyrandi vélum hér á landi, þá eru
einnig þar fyrir hendi mikilsverð sérstök skilyrði, til þess
að gera slíkan iðnað mjög arðberandi, bæði fyrir þá menn,
sem stunduðu þann iðnað og svo fyrir landsmenn al-
ment, með þvf að hin unna vara mundi með því móti
geta orðið mjög mikið ódýrari en nú er, og hingað til
hefir. verið, meðan sá iðnaður var stundaður af einstök-
um mönnum í óverulega smáum stíl með þeim ófull-
komnustu og seinvirkustu áhöldum, sem þar til geta þén-
að; og það þrátt fyrir það, þótt efnið óunnið verði að
flytja inn frá útlöndum. Því að bæði er nú það, að
flutningsgjald á alls konar munum úr tré (húsgögn o. fl.)
frá útlöndum er tiltölulega miklu hærra en á flestum öðr-
um unnum vörum, vegna þess að það tekur svo afar-
mikið rúmmál í flutningi vanalega, — það er mjög mik-
ilsvert atriði, og að heita má alveg sérstök meðmæli
með rekstri þessa iðnaðar innanlands mörgum öðrum
fremur. — Og svo mundi hreyfiaflið fyrir slíkan iðna5